Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

454. fundur 21. janúar 2019 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fundurinn byrjaði í Blómabæjarhúsinu, Miðvangi 31 kl. 8:15 þar sem aðstæður voru skoðaðar.

Steinar Ingi Þorsteinsson tók þátt í fundinum í gegn um fundarsíma.

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmsar upplýsingar úr bókhaldi og rekstri sveitarfélagsins á síðasta rekstrarári og fór yfir þær með bæjarráði.

Nefndarlaun 2019.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru launakjör nefnda skoðuð með hliðsjón af því sem gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum. Út frá þeim samanburði var ákveðið að breyta einungis hlutfalli á þóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði, en að aðrar greiðslur yrðu óbreyttar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hlutfall þóknunar fyrir fundarsetu í bæjarráði verði hækkað úr 0,5 í 0,8 af viðmiðunartölu nefndarlauna. Þannig verði mánaðarþóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði kr. 156.408 frá og með 1. janúar 2019, en taki svo breytingum eins og önnur nefndarlaun samkvæmt kjarasamningum FOSA. Í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir þessari launabreytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð 7. fundar stjórnar SSA 8. janúar 2019

Málsnúmer 201901064

Stefán Bogi Sveinsson fór yfir fundargerðina og sagði nánar frá nokkrum umfjöllunarefnum fundarins.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

3.Beiðni um styrk v/ landsþings Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201901061

Bæjarráð samþykkir að styrkja Landsbjörgu sem nemur húsaleigu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum vegna landsþings sem haldið verður 17. og 18. maí. Bæjarstjóra falið að útfæra styrkinn í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar.

4.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Bæjarráð er sammála um að byggja á fyrri tillögum um aðstöðu í Miðvangi 31, þó að því breyttu að aðstaðan komi í stað núverandi kaffistofu og salernis. Nýja rýmið innihaldi vinnuaðstöðu, funda- og kaffiaðstöðu, salerni og ræstiaðstöðu og verði á lengdina sem nemur fjórum sperrubilum í miðju hússins.
Bæjarráð felur starfshópnum að láta hanna umrædda útfærslu og gera verkáætlun, ásamt því að móta frekari tillögu um fyrirkomulag starfsemi í húsinu að framkvæmdum loknum.
Með vísan til hugmynda Búnaðarsambands Austurlands og skógarbænda á Héraði, telur bæjarráð að tillögur þeirra um tímabundna markaði með afurðir úr héraði falli vel að fyrirhugaðri notkun á húsnæðinu. Bæjarráð lýsir yfir vilja til áframhaldandi viðræðna við forsvarsmenn þeirra um slíka aðkomu.

5.Stækkun Keflavíkurflugvallar - beiðni um umsögn

Málsnúmer 201901066

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman umsögn í samræmi við umræður á fundinum og í samráði við fulltrúa bæjarráðs. Jafnframt að senda hana til Skipulagsstofnunar fyrir tilskilinn frest.
Umsögnin verður lögð fram á næsta fundi bæjárráðs.

Fundi slitið - kl. 10:45.