Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87. fundur - 14.03.2018

Á fundinn mættu Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson og kynntu samvinnuverkefni á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar og sveitafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432. fundur - 09.07.2018

Farið yfir hugmyndir verkefnahóps um norrænt samstarfsverkefni að nýtingu lóðar og húss að Miðvangi 31, sem bæjarráði þykja áhugaverðar.
Bæjarráð óskar eftir að verkefnahópurinn útfæri nánar nýtingu húss og lóðar að Miðvangi 31, td. með uppdráttum af svæðinu og mögulegri skiptingu húsnæðis. Æskilegt væri að þessar útfærlsur liggi fyrir á fyrsta fundi bæjaráðs í ágúst.
Þegar þessar hugmyndir liggja fyrir verði þeir aðilar sem sýnt hafa áhuga á nýtingu húss og svæðis, boðaðir til fundar við verkefnahópinn og bæjarráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94. fundur - 11.07.2018

Fulltrúi samstarfshóps um Norrænt verkefni um betri bæi kom á fundinn og kynnti verkefnið.

Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála kynnti verkefnið.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 434. fundur - 13.08.2018

Á fundinn mættu Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson, sem eru fulltrúar Fljótadalshérðs í Norræna verkefninu um betri bæi 2018. Kynntu þau m.a. hugmyndir hópsins um nýtingu lóðar og húsnæðis að Miðvangi 31.
Að lokinni kynningu var óskað eftir því að hópurinn láti útfæra betur á teikningu möguleika á nýtingu hússins og þær verði síðan skoðaðar betur á fundi bæjarráðs 27. ágúst. Á þann fundi verði einnig boðaðir fulltrúar skógarbænda til að kynna sínar hugmyndir og fara yfir möguleikana.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 438. fundur - 10.09.2018

Til fundarins mættu Bylgja Borgþórsdóttir, Kjartan Róbertsson og Freyr Ævarsson sem mynda starfshóp um norrænt samstarf um betri bæi 2018. Fóru þau yfir hugmyndir starfshópsins um nýtingu Blómabæjarreitsins og húsnæðisins sem á honum er.
Eftir góða yfirferð yfir tillögur hópsins og umræður um þær var þeim þökkuð koman.
Samþykkt að boða aðila sem sýnt hafa áhuga á að fá að nýta húsnæðið á fund bæjarráðs 24. september, til að fara yfir hugmyndir þeirra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 440. fundur - 24.09.2018

Farið yfir erindi sem borist hafa til sveitarfélagsins varðandi mögulega framtíðarnýtingu á húsnæðinu að Miðvangi 31.

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Samgöngutækjasafnsins til að fara yfir hugmyndir þeirra um nýtingu húsnæðis Blómabæjar til sýningaraðstöðu fyrir gamla og uppgerða bíla. Þeir sem mættu voru Heiðar Sölvason, Viðar Benjamínsson, Ingvar Hrólfsson og Unnar Elisson. Fóru þeir yfir hugmyndir sínar og þá möguleika sem þeir sjá í húsnæðinu og lóðinni fyrir sýningaraðstöðu og svöruðu spurningum fundarmanna. Var þeim svo þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Næst mætti fulltrúi Rauðakrossins Málfríður Björnsdótir, til að fara yfir hugmyndir RKÍ um mögulega nýtingu hússins fyrir samtökin. Málfríður sagði að fyrst og fremst væri verið að leita að varanlegu húsnæði fyrir fataflokkun og betri vinnuaðstöðu fyrir sjálfboðaliða sem vinna við móttöku og flokkun fatnaðar og muna. Málfríður svaraði svo spurningum bæjarráðs og veitti frekari upplýsingar. Henni svo þökkuð koman.

Fulltrúar félags skógarbænda og búnaðarsambandsins mættu svo til fundar og fóru yfir sínar hugmyndir að nýtingu húss og lóðar að Miðvangi 31. Þeir sem mættu voru Jóhann Þórhallsson og Jóhann Gísli Jóhannsson.
Fram kom hjá þeim að þeir eru að leita að ódýru húsnæði, bæði sem markaðsaðstöðu fyrir heima unnar afurðir og einnig sem aðstöðu fyrir einhverja vinnslu. Farið var yfir ýmsar hugmyndir sem fram komu og rætt hvernig þær gætu samrýmst. Að loknu góðu spjalli var gestunum þökkuð koman.

Bæjarráð óskar eftir að starfshópurinn um norrænt samstarf um betri bæi komi á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 441. fundur - 01.10.2018

Til fundarins mættu fulltrúar Fljótsdalshéraðs í norrænu samstarfsverkefninu um betri bæi, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson. Farið var yfir þau erindi sem borist hafa til bæjarins varðandi nýtingu húss og lóðar að Miðvangi 31 og fund sem bæjarráð átti með fulltrúum frá þessum aðilum. Einnig upplýstu fulltrúarnir um eitt og annað sem þau hafa verið að skoða hjá hinum norrænu samstarfsaðilunum í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að þróunarverkefninu, með það að markmiði að koma því af stað á næsta ári.
Bæjarráð óskar eftir því við hópinn að þau útfæri nánar tillögu að fyrirkomulagi og rekstri tilraunaverkefnisins. Jafnframt er samþykkt að vísa fjármögnun þess til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 444. fundur - 22.10.2018

Lögð fram svör starfshópsins varðandi ýmis mál tengd mögulegum rekstri húsnæðisins að Miðvangi 31.
Rætt um þátttöku í ráðstefnu sem halda á í Ystad í Svíþjóð 28. og 29. nóvember, varðandi þetta norræna samstarf. Fram kom að tveir af fulltrúum í starfshópnum munu sækja ráðstefnuna, en möguleiki væri á að tveir kjörnir fulltrúar færu líka. Ákvörðun þar um verður tekin á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 445. fundur - 05.11.2018

Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Steinar Ingi Þorsteinsson sæki næsta samráðsfund verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins, en hann verður haldinn Ystad í Svíþjóð, ásamt tveimur fulltrúum sveitarfélagsins í verkefninu.

Undir þessum lið var rætt um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31. Áður hefur komið fram að bæjarstjórn hyggst þróa húsnæðið og umhverfi þess í samræmi við tillögur fulltrúa sveitarfélagsins í norrænu samstarfsverkefni um betri bæi 2018.
Bæjarráð þakkar þeim fulltrúum félaga- og hagsmunasamtaka sem lýst hafa áhuga á nýtingu húsnæðisins, fyrir sýndan áhuga.
Bæjarráð telur sig þó ekki geta orðið við nýtingarhugmyndum áhugafólks um samgöngutækjasafn, eða Rauða krossins, þar sem umræddar hugmyndir samþættast ekki framangreindum tillögum sem sveitarfélagið vinnur nú eftir. Sveitarfélagið lýsir þó áhuga á að halda áfram viðræðum við þessa aðila til að leita lausna á húsnæðismálum þeirra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 446. fundur - 12.11.2018

Farið yfir nýjar tillöguteikningar vegna nýtingar húsnæðisins að Miðvangi 31.
Málið áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 454. fundur - 21.01.2019

Bæjarráð er sammála um að byggja á fyrri tillögum um aðstöðu í Miðvangi 31, þó að því breyttu að aðstaðan komi í stað núverandi kaffistofu og salernis. Nýja rýmið innihaldi vinnuaðstöðu, funda- og kaffiaðstöðu, salerni og ræstiaðstöðu og verði á lengdina sem nemur fjórum sperrubilum í miðju hússins.
Bæjarráð felur starfshópnum að láta hanna umrædda útfærslu og gera verkáætlun, ásamt því að móta frekari tillögu um fyrirkomulag starfsemi í húsinu að framkvæmdum loknum.
Með vísan til hugmynda Búnaðarsambands Austurlands og skógarbænda á Héraði, telur bæjarráð að tillögur þeirra um tímabundna markaði með afurðir úr héraði falli vel að fyrirhugaðri notkun á húsnæðinu. Bæjarráð lýsir yfir vilja til áframhaldandi viðræðna við forsvarsmenn þeirra um slíka aðkomu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105. fundur - 23.01.2019

Farið yfir stöðu verkefnis og næstu skref.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 456. fundur - 04.02.2019

Farið yfir næstu skref verkefnisins. Rætt um fyrirhugaða ferð fulltrúa hópsins til Danmerkur og/eða Noregs, til að kynna sér aðstöðu og fyrirkomulag þar.
Málið áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 457. fundur - 11.02.2019

Kjartan Róbertsson umsjónarmaður fasteigna og Anna María Þórhallsdóttir arkitekt mættu á fundinn til að fara yfir hugmyndir að nýtingu hússins að Miðvangi 31 og rýminu inn í því.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti þær útfærslur sem þar voru kynntar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar fari í næstu kynnisferð til Danmerkur, ásamt fulltrúum úr starfshópnum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106. fundur - 13.02.2019

Lögð er fram kostnaðaráætlun og útlitshönnun á húsnæði Miðvangs 31.

Kjartan Róbertsson kynnti kostnaðaráætlun og áform um uppbyggingu á Miðvangi 31 samkvæmt tillögu starfshóps um betri bæi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 463. fundur - 18.03.2019

Á fundinn mættu Bylgja Borgþórsdóttir, Kjartan Róbertsson og Freyr Ævarsson fulltrúar starfshóps um norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018. Kynntu þau tillögur sínar að fyrirkomulagi starfsemi í Miðvangi 31 og sögðu frá kynnisferð fulltrúa Fljótadalshéraðs sem farin var nýlega í nokkra bæi í Danmörku og Svíþjóð.
Bæjarráð er jákvætt fyrir þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna húsráði fyrir Miðvang 31 og að í því sitji forseti bæjarstjórnar, skrifstofustjóri og fulltrúi frá starfshópnum. Fulltrúi starfshópsins sem verður Freyr Ævarsson kalli hópinn saman.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 471. fundur - 27.05.2019

Farið var yfir verkefnaskilgreiningu frá starfshópnum varðandi starfsemi í Miðvangi 31 og einnig tillögu að mönnun á þeim dögum sem skilgreindir eru sem opnunardagar.
Samþykkt að fara betur yfir mönnunarplanið og skipulag viðverutíma á næsta fundi, þegar betri upplýsingar liggja fyrir um lok framkvæmda í húsinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 472. fundur - 03.06.2019

Farið yfir drög að kynningargrein og auglýsingum vegna opnunar á samfélagssmiðju að Miðvangi 31 og gerðar nokkrar breytingar á auglýsingatexta.
Einnig farið yfir tillögu að viðveruplani starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
Starfsmönnum falið að ljúka frágangi auglýsinga og koma þeim á framfæri.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 475. fundur - 01.07.2019

Björn fór yfir ferð hans og Freys Ævarssonar til Hamar í Noregi, sem þeir fóru í síðustu viku til að kynna sér aðstæður og starfsemi samfélagssmiðju þar.
Einnig farið yfir drög að opnun samfélagssmiðju á Fljótsdalshéraði eftir sumarfrí.

Málið er áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476. fundur - 08.07.2019

Farið yfir skipulag opnunardaga samfélagssmiðjunnar eftir sumarfrí. Bæjarráð samþykkir að fyrsti opnunardagur samfélagssmiðjunnar eftir sumarfrí verði fimmtudaginn 22. ágúst. Jafnframt að tímabilið ágúst og út október verði opið þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Opnunartími verði lagaður að því sem reynist best, eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bæjarstjóra falið að láta ljúka gerð skipulags fyrir opnunardaga miðað við framangreint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 478. fundur - 19.08.2019

Farið yfir drög að skipulagi vegna viðveru starfsmanna og kjörinna fulltrúa í Miðvangi 31 út október 2019.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skipulag, en viðkomandi aðilar verða að útvega varamenn fyrir sig ef þeir geta ekki mætt á tilteknum dögum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487. fundur - 28.10.2019

Farið yfir reynslu undanfarinna mánaða á aðsókn í viðtalstíma hjá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum í samfélagssmiðjunni Miðvangi 31.
Bæjarráð leggur til að í nóvember desember og janúar, verði lagt upp með að fækka viðtalsdögum í einn á viku þannig að boðið verði upp á opnun á fimmtudögum frá kl. 12:00 til 18:00.
Jafnframt verði fleiri starfsmenn og kjörnir fulltrúar til viðtals á opnunartíma.
Samþykkt að óska eftir því við þann hóp sem komið hefur að framkvæmd verkefnisins að hann útfæri frekar þessar hugmyndir.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 499. fundur - 03.02.2020

Farið yfir reynslu af mætingu íbúanna síðustu mánuði og tillögur að viðverutíma út frá henni.
Bæjarráð leggur til að tímabilið febrúar til og með apríl, verði viðvera bæjarfulltrúa og starfsmanna á fimmtudögum frá kl. 14:00 til kl. 18:00.