Erindi frá Veiðifélagi Jökulsár á Dal þar sem félagið fer þess á leit við Fljótsdalshérað að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár hennar og beri kostnað af þeim aðgerðum.
Málið var áður á dagskrá 86. fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdarnefnd hafnar erindinu þar sem nú þegar er mjög skilvirk eyðing minks í sveitafélaginu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
5.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hallbjarnarstaðir 1
Erindi frá Jóni Runólfi Jónssyni og Mörtu Kristínu Sigurbergsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti og samþykki skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Hallbjarnarstaðir 1.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um erindið, jafnframt felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.
Fyrir fundi liggur fyrir ákvörðun frá 82. fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að afmá lóðanúmer úr þjóðskrá.
Áður en landnúmer var afmáð var send tilkynning á hagsmunaaðila þar sem þeim var tilkynnt um ákvörðunnina og þeim jafnframt gefinn 2 vikna frestur til andmæla. Ákvörðuninni hefur ekki verið andmælt.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hallgrími Antoni Frímannssyni þar sem lögð er fram tillaga að fyrirkomulagi vegna úthlutunar á lóð undir hesthús í Fossgerði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá samningi við umsækjanda. Samningurinn verði lagður fyrir nefndinna til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá
Fyrir nefndinni liggur svar Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem lögð er áhersla á að allar ákvarðanir í skipulagsvinnu byggi á sem bestum þekkingargrunni hvað varðar náttúrufar og að alltaf sé leitað leiða til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á náttúruna.
Unhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindi verði sent skipulagsráðgjafa til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.