Krafa um niðurfellingu lóðar af fasteignaskrá

Málsnúmer 201712081

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82. fundur - 04.01.2018

Erindi frá Pacta lögmenn, Bjarni G. Björgvinsson hrl. fyrir hönd Þórarins Hrafnkelssonar, þar sem krafist er að lóð með landnr. 221105 verði afmáð úr fasteignaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afmá landnúmerið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Kynnt er tillaga að ferli varðandi mögulega niðurfellingu lóðar af Fasteignaskrá.
Bæjarráð samþykkir ferlið fyrir sitt leyti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87. fundur - 14.03.2018

Fyrir fundi liggur fyrir ákvörðun frá 82. fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að afmá lóðanúmer úr þjóðskrá.

Áður en landnúmer var afmáð var send tilkynning á hagsmunaaðila þar sem þeim var tilkynnt um ákvörðunnina og þeim jafnframt gefinn 2 vikna frestur til andmæla. Ákvörðuninni hefur ekki verið andmælt.

Lagt fram til kynningar