Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

412. fundur 15. janúar 2018 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Stefán Bogi Sveinsson sat fundi við afgreiðslu liðar 1 og 4, en að Gunnhildur Ingvarsdóttir tók sæti hans undir öðrum liðum.

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Sérstaklega fór hann yfir uppgjör við lífeyrissjóðinn Brú, en nú liggja fyrir útreiknaðar tölur frá sjóðnum. Áætlað framlag er alls upp á 325 milljónir króna. Í núverandi fjárhagsáælun var gert ráð fyrir 390 milljónum vegna þessa. Skuldbindingin skiptist í Jafnvægissjóð,sem er uppreiknuð áfalin skuldbinding upp á 102 milljónir, Lífeyrisauka, sem er þá uppreiknuð framtíðarskuldbinding upp á 201 milljón og svo Varúðarsjóður sem er upp á 22 milljónir.
Farið yfir tillögur að fjármögnun vegna uppgjörs á þessum lífeyrisskuldbindingum og þá möguleika sem sveitarfélagið hefur.
Að lokinni yfirferð var bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og ganga frá uppgjöri við Lífeysissjóðinn Brú á framangreindum skuldbindingum.

Björn kynnti fyrirspurn frá Landsvikjun, varðandi rofvarnir við Lagarfljót og áætlanir um framkvæmdir.
Bæjarráð óskar eftir því að málið verði sem fyrst tekið fyrir á fundi samráðsnefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar.

2.Húsnæðisvandi heimilislausra

Málsnúmer 201801014

Lagt fram bréf frá umboðsmanni alþingis dags. 29. des. sl, en þar óskar hann eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi húsnæði á vegum sveitarfélagsins fyrir heimilislausa einstaklinga.
Meðfylgjandi eru einnig drög að svari félagsmálastjóra við erindinu.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundur með Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Málsnúmer 201801013

Farið yfir umræðuefni fyrirhugaðs fundar fulltrúa sveitarfélagsins með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fyrirhugaður er í vikunni.

4.Nýjar persónuverndarreglur og fleira

Málsnúmer 201612026

Lagðar fram 2 fundargerðir starfshóps um persónumerndarmál, auk upplýsinga um námskeið um þessi mál sem haldið verður hjá Austurbrú 23. janúar. Einnig samantekt frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um fyrstu skref í undirbúningsvinnunni.

Stefán Bogi fór yfir málið og tillögur starfshópsins um framkvæmd þess og mögulega ráðningu starfskrafts til að sinna því.
Bæjarstjóra falið að undirbúa það og gera tillögur að næstu skrefum.

5.Umsókn um leigu á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 201711118

Farið yfir fyrirspurnir og umsóknir um mögulega leigu á húsnæði Sveitarfélagsins að Miðvangi 31.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera skammtímasamning við Daníel Haraldsson dýralækni um þann hluta húsnæðisins sem ekki er þegar í útleigu. Leigutíminn verði sá sami og í samningi við Landstólpa.


Undir þessum lið komu fulltrúar í starfshópi um Attractive Towns, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson á fundinn og reifuðu hugmyndir sínar um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31 og svæðisins þar norðuraf.
Bæjarráð þakkar áhugaverða kynningu og óskar eftir nánari útfærslu á hugmyndum þeirra, sem vísað verði til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar.

6.Krafa um niðurfellingu lóðar af fasteignaskrá

Málsnúmer 201712081

Í vinnslu.

7.Skjalavistunaráætlun Bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201801025

Lögð fram skjalavistunaráætlun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs sem gilda á til ársloka 2021.

Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Fjölmiðlaskýrsla árið 2017

Málsnúmer 201801035

Lagt fram til kynningar.

9.Sænska módelið, tilraunaverkefni

Málsnúmer 201710059

Lagðar fram upplýsingar um Sænska módelið og áætlun um kostnað við innleiðingu þess, sem kallað var eftir á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð er jákvætt fyrir verkendinu. Fram kom að til stendur að kynna verkefnið fyrir samráðshópi sveitarfélaga sem eru aðilar að félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

10.Brunavarnaáætlun

Málsnúmer 201801015

Lagt fram bréf frá Mannvirkjastofnun, varðandi brunavarnaáætlun fyrir sveitarfélagið. Brunavarnaáætlun Brunavarna á Austurlandi er í vinnslu og er fyrirhugaður fundur með mannvirkjastjóra og starfsmanni Mannvirkjastofnunnar á næstunni, til að fara yfir framkomnar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að brunavarnaáætlun.

11.Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

Málsnúmer 201712093

Fram kom að félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs mun veita umsögn um frumvarpið fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201712094

Fram kom að félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs mun veita umsögn um frumvarpið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 11:45.