Dagur upplýsingatækninnar 2016

Málsnúmer 201612026

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 366. fundur - 12.12.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. des. 2016, með upplýsingum frá UT-deginum sem haldinn var 1. desember varðandi nýjar persónuverndarreglur og fl. sem snúa að mestu að grunnskólum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og skólastjóra til umfjöllunar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 407. fundur - 20.11.2017

Rædd hugmynd um að stofnað verði teymi nokkurra starfsmanna, ásamt einum fulltrúa kjörinna fulltrúa, til að undirbúa innleiðingu og framkvæmd þessa verkefnis.
Lagt til að hópinn skipi. Fræðslustjóri, félagsmálastjóri, skrifstofu- og starfsmannastjóri, umsjónarmaður tölvumála og fulltrúi kjörinna fulltrúa verði Stefán Bogi Sveinsson.

Einnig rætt um að þessir fulltrúar fylgist með útsendingu á fundi frá Sambandinu, sem haldinn verður 1. desember nk. Einnig verði sendur fulltrúi á námskeið um persónuverndarlög, sem haldið verður á Austurbrú 30. nóv. nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 412. fundur - 15.01.2018

Lagðar fram 2 fundargerðir starfshóps um persónumerndarmál, auk upplýsinga um námskeið um þessi mál sem haldið verður hjá Austurbrú 23. janúar. Einnig samantekt frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um fyrstu skref í undirbúningsvinnunni.

Stefán Bogi fór yfir málið og tillögur starfshópsins um framkvæmd þess og mögulega ráðningu starfskrafts til að sinna því.
Bæjarstjóra falið að undirbúa það og gera tillögur að næstu skrefum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 413. fundur - 22.01.2018

Farið yfir stöðuna og þeir valkostir ræddir sem nefndir hafa verið varðandi innleiðingu og þróun á persónuverndarmálum sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri mun áfram skoða þessi mál.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila bæjarstjóra að auglýsa tímabundið eftir aðila til að sjá um innleiðingu persónuverndarmála hjá sveitarfélaginu.
Kostnaður vegna starfsins verður færður á lið 2701.