Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

366. fundur 12. desember 2016 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerð 3. fundar stjórnar SSA, frá 29. nóvember 2016 lögð fram til kynningar.

2.Frumvarp til fjárlaga 2017

Málsnúmer 201612022

Farið yfir ýmsa liði í fjárlögum ársins 2017.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að þingmenn kjördæmisins komi sem fyrst til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins og fari yfir þá liði fjárlaga sem snúa að sveitarfélaginu og Austurlandi.

3.Álagning fasteignaskatts á vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunnar sem eru í Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201607032

Jón Jónsson lögmaður mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málið.

Fyrir liggur úrskurður yfirfasteignamatsnefndar varðandi kæru Landsvirkjunar um endurmat vatnsréttinda vegna þjóðlenda, en því máli var vísað frá.

Einnig liggur fyrir úrskurður nefndarinnar um gjaldflokk vatnsréttinda Kárahnjúkavirkjunar og landréttindi á lóð Landsvirkjunar úr landi Laugavalla. Samkvæmt úrskurðinum ber að leggja fasteignaskatt á vatnsréttindin samkvæmt gjaldflokki A, en á landréttindi lóðarinnar skv. gjaldflokki C.

Við álagningu fasteignagjalda 2017 mun Fljótsdalshérað leggja fasteignagjöld á framangreint samkvæmt úrskurði nefndarinnar, en áskilur sér rétt til að taka málið til endurskoðunar á síðari stigum.

Jafnframt felur bæjarráð skipulags- og byggingarfulltrúa að taka til skoðunar stöðu og skráningu mannvirkja við Kárahnjúka, sem tengjast umræddri lóð.

4.Dagur upplýsingatækninnar 2016

Málsnúmer 201612026

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. des. 2016, með upplýsingum frá UT-deginum sem haldinn var 1. desember varðandi nýjar persónuverndarreglur og fl. sem snúa að mestu að grunnskólum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og skólastjóra til umfjöllunar.

5.Þjónusta RÚV

Málsnúmer 201612028

Komið hafa fram fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar frá íbúum um endurteknar truflanir á FM útsendinum RUV í sveitarfélaginu undanfarið.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir upplýsingum frá RUV um ástæður truflananna og hvernig staðið verður að úrbótum í því sambandi.

6.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Farið yfir úthlutun hreindýraarðs 2016, en nú liggur frammi á bæjarskrifstofunni tillaga að úthlutun hans og mun hún liggja frammi til 16. desember.

Fundi slitið - kl. 11:15.