Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

244. fundur 24. janúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir 0
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Sóley Þrastardóttir og Berglind Halldórsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir (í síma) og Hlín Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 4-5 og áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Elínbo

1.Gjaldskrá tónlistarskóla

Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer

Tónlistarskólastjórar fara þess á leit við fræðslunefnd að breytingar á gjaldskrám tónlistarskóla verði í upphafi skólaárs en taki ekki gildi um áramót vegna þess hvernig kynningu og innheimtu skólagjalda er háttað.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á þessari framkvæmd til samræmis við ósk skólastjórnenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Breyting á skóladagatali Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201701102Vakta málsnúmer

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum fer fram á heimild til að breyta samþykktu skóladagatali skólaársins 2016-2017 þannig að í stað 26. maí verði laugardagurinn 18. mars skóladagur. Ástæðan er að Nótan fyrir Norður- og Austurland verður haldinn hér 18. mars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Stefna Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201701100Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu við stefnumótun Tónlistarskólans á Egilsstöðum sem birtist í framsettri stefnu skólans.

Fræðslunefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Tjarnarskógur - nemendamál

Málsnúmer 201701103Vakta málsnúmer

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi,kynnti málið, sem varðar þörf fyrir viðbót sem nemur 75% stöðugildi til að sinna aukinni þörf fyrir sérstakan stuðning við einstaka nemendur. Viðbótarkostnaður sem af þessu hlýst er rúmar 3,7 milljónir á árinu 2017. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skólastjóri bregðist við þessari auknu þörf en fer fram á að skoðað verði þegar lengra líður á árið hvort nauðsynlegt verður að leita eftir viðbót við samþykkta fjárhagsáætlun vegna þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Innritun í leikskóla 2017

Málsnúmer 201701108Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

6.Skjalavistunaráætlun - Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201701099Vakta málsnúmer

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla kynnti fyrirliggjandi skjalavistunaráætlun Egilsstaðaskóla sem hefur hlotið umræðu meðal grunnskólastjóra á Fljótsdalshéraði.

Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem hefur farið fram og hvetur til að allir skólarnir nýti sér fyrirliggjandi áætlun og að unnið verði eftir hliðstæðri áætlun sem hver skóli aðlagar að sínum aðstæðum frá og með árinu 2017.

Fræðslunefnd gerir ráð fyrir að skólastjórnendur Fellaskóla og Brúarásskóla kynni sínar áætlanir fyrir nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara

Málsnúmer 201701104Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd felur grunnskólastjórum að hlutast til um að mótaðir verði starfshópar innan skólanna fyrir 1. febrúar nk.í samráði við fræðslustjóra. Hópunum verði falið að fara yfir þær spurningar sem fram koma í útgefnum Vegvísi og setja fram svör við þeim sem síðan verði unnið með í miðlægum starfshópi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.PISA 2015

Málsnúmer 201701121Vakta málsnúmer

Málið verði tekið til umfjöllunar aftur þegar frekari gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Nýjar persónuverndarreglur og fleira

Málsnúmer 201612026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Erindi til fræðslunefndar frá bæjarstjórnarbekknum 2016

Málsnúmer 201701106Vakta málsnúmer

Fræðslustjóra falið að vinna drög að svörum við þeim fyrirspurnum sem bárust til fræðslunefndar frá bæjarstjórnarbekknum 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ýmsar lykiltölur um fræðslumál í sveitarfélögum

Málsnúmer 201612087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201012009Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið.