Tjarnarskógur - nemendamál

Málsnúmer 201701103

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 24.01.2017

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi,kynnti málið, sem varðar þörf fyrir viðbót sem nemur 75% stöðugildi til að sinna aukinni þörf fyrir sérstakan stuðning við einstaka nemendur. Viðbótarkostnaður sem af þessu hlýst er rúmar 3,7 milljónir á árinu 2017. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skólastjóri bregðist við þessari auknu þörf en fer fram á að skoðað verði þegar lengra líður á árið hvort nauðsynlegt verður að leita eftir viðbót við samþykkta fjárhagsáætlun vegna þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.