Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á sænsku leiðinni, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin leggur til að aðferðin verði tekin í gagnið í sveitarfélögunum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Enn fremur að farið verði af stað með tilraunaverkefnið til tveggja ára. Nefndin telur þörfina vera fyrir hendi og hefur trú á að verkefnið geti skilað betri þjónustu og bætt nýtingu á fjármunum og öðrum úrræðum ólíkra stofnana sveitarfélaganna.
Nefndin felur félagsmálastjóra að kynna málið fyrir aðildarsveitarfélögunum og í framhaldinu verði fjallað um verkefnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Fræðslunefnd tekur undir með félagsmálanefnd og lýsir ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á hinni svokölluðu sænsku leið, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin leggur til að farið verði af stað með tilraunaverkefni til tveggja ára. Nefndin telur þörfina vera fyrir hendi og hefur trú á að verkefnið geti skilað betri þjónustu og bætt nýtingu á fjármunum og úrræðum ólíkra stofnana sveitarfélagsins.
Nefndin óskar eftir að fjallað verði um verkefnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Lagðar fram upplýsingar um Sænska módelið og áætlun um kostnað við innleiðingu þess, sem kallað var eftir á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð er jákvætt fyrir verkendinu. Fram kom að til stendur að kynna verkefnið fyrir samráðshópi sveitarfélaga sem eru aðilar að félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Lögð fram gögn frá félagsmálastjóra og fræðslustjóra um málið, auk viðauka við samstarfsamning um félagsþjónustu og barnavernd. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað verði aðili að verkefninu. Hvað kostnað varðar, verður tekin afstaða til hans þegar endanlega liggja fyrir upplýsingar um fjármögnun verkefnisins.
Nefndin felur félagsmálastjóra að kynna málið fyrir aðildarsveitarfélögunum og í framhaldinu verði fjallað um verkefnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2018.