Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

254. fundur 24. október 2017 kl. 17:00 - 19:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Elíasson varamaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Birna Sigurbjörnsdóttir og Freyr Ævarsson sátu fundinn undir liðum 1-3 og auk þeirra sat Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri á Tjarnarskógi, fundinn undir þeim liðum. Áheyrnarfulltrúí tónlistarskóla, Berglind Halldórsdóttir, sat fundinn undir lið 4. Skólastjórarnir Sóley Þrastardóttir og Jón Arngrímsson sátu einnig fundinn undir þeim lið. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir og Bára Stefánsdóttir sátu fundinn undir lið 5. Skólastjórar grunnskólanna, Ruth Magnúsdóttir, Sverrir Gestsson og Stefanía Malen Stefánsdóttir sátu einnig fundinn undir þeim lið.

1.Ályktun um stöðu barna

Málsnúmer 201710082

Fyrir fundinum liggur ályktun frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af langri daglegri viðveru barna á leikskólum. Fræðslunefnd tekur undir þær áhyggjur sem þar koma fram og óskar eftir að málið verði tekið til umræðu á fundi leikskólastjóra með tilliti til hugsanlegrar aðkomu sveitarfélagsins af þróun þessara mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ytra mat á leikskólum 2018

Málsnúmer 201710081

Fræðslunefnd óskar eftir að sótt verði um ytra mat Menntamálastofnunar á leikskólunum Tjarnarskógi og Hádegishöfða í samræmi við auglýsingu þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun fræðslusvið 2018 - leikskólar

Málsnúmer 201709083

Afgreiðslu vísað til liðar 6 á dagskrá fundinum.

4.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018 - tónlistarskólar

Málsnúmer 201709084

Afgreiðslu vísað til liðar 6 á dagskrá fundinum.

5.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018 - grunnskólar

Málsnúmer 201709085

Afgreiðslu vísað til liðar 6 á dagskrá fundinum.

6.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018

Málsnúmer 201710083

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2018 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Sænska módelið, tilraunaverkefni

Málsnúmer 201710059

Fræðslunefnd tekur undir með félagsmálanefnd og lýsir ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á hinni svokölluðu sænsku leið, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin leggur til að farið verði af stað með tilraunaverkefni til tveggja ára. Nefndin telur þörfina vera fyrir hendi og hefur trú á að verkefnið geti skilað betri þjónustu og bætt nýtingu á fjármunum og úrræðum ólíkra stofnana sveitarfélagsins.

Nefndin óskar eftir að fjallað verði um verkefnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:50.