Ályktun um stöðu barna

Málsnúmer 201710082

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 254. fundur - 24.10.2017

Fyrir fundinum liggur ályktun frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af langri daglegri viðveru barna á leikskólum. Fræðslunefnd tekur undir þær áhyggjur sem þar koma fram og óskar eftir að málið verði tekið til umræðu á fundi leikskólastjóra með tilliti til hugsanlegrar aðkomu sveitarfélagsins af þróun þessara mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.