Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 lögð fram til umfjöllunar. Nefndin fer fram á aukningu á fjárhagsramma upp á 3.153.000,- kr. vegna fyrirsjáanlegrar aukningar í barnavernd.
Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á sænsku leiðinni, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin leggur til að aðferðin verði tekin í gagnið í sveitarfélögunum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Enn fremur að farið verði af stað með tilraunaverkefnið til tveggja ára. Nefndin telur þörfina vera fyrir hendi og hefur trú á að verkefnið geti skilað betri þjónustu og bætt nýtingu á fjármunum og öðrum úrræðum ólíkra stofnana sveitarfélaganna.
Nefndin felur félagsmálastjóra að kynna málið fyrir aðildarsveitarfélögunum og í framhaldinu verði fjallað um verkefnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2018.