Húsnæðisvandi heimilislausra

Málsnúmer 201801014

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 412. fundur - 15.01.2018

Lagt fram bréf frá umboðsmanni alþingis dags. 29. des. sl, en þar óskar hann eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi húsnæði á vegum sveitarfélagsins fyrir heimilislausa einstaklinga.
Meðfylgjandi eru einnig drög að svari félagsmálastjóra við erindinu.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 433. fundur - 16.07.2018

Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis og álit hans í tilefni af frumkvæðisathugun hans á húsnæðisvanda heimilislausra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálastjóra til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 167. fundur - 27.08.2018

Með vísan til bréfs Umboðsmanns Alþingis, dagsett 6. júlí 2018 vegna frumkvæðisathugunar embættisins á húsnæðisvanda utangarðsfólks með áfengis- og vímuefnavanda, þar sem embættið hefur eftir könnun á málaflokknum hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins, komist að þeirri niðurstöðu að helst vanti á úrræði og skýra lagaramma hjá Reykjavíkurborg, beinir umboðsmaður þeirri tillögu til annarra þeirra sveitarfélaga sem athugun hans nær til, að þau fari yfir þau mál sem þar er fjallað um með tilliti til þess sem fram kemur í álitinu og hugi að því, og þá eftir atvikum að höfðu samráði við Reykjavíkurborg vegna einstaklinga sem þangað leita frá öðrum sveitarfélögum, hvernig þau rækja þær skyldur sem lög leggja á þau að þessu leyti.

Á fundi Bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 16. júlí s.l. var erindi umboðsmanns lagt fram og ákveðið að vísa afgreiðslu þess til félagsmálastjóra.

Félagsmálastjóri hefur svarað erindi umboðsmanns í bréfi dagsettu 11. janúar 2018 þar sem fram kemur að sveitarfélagið uppfyllir lagaskyldur sínar gagnvart einstaklingum með áfengis- og fíknivanda, geðrænan vanda eða svonefndan tvíþættan vanda. Ekki er neinu við það svar að bæta, öðru en því að farið hefur verið yfir biðlista félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu og gerð gangskör að því að uppfæra hann miðað við raunaðstæður. Sú aðgerð ásamt tilfærslum í kerfinu sýnir að vandinn er minni en greint var frá í fyrrgreindu svari félagsmálastjóra, færri eru á biðlista en þá var talið og staðan því mun betri en hún var í upphafi árs. Fljótlega mun liggja fyrir niðurstaða á heildarþörf fyrir félagslegt húsnæði í sveitarfélaginu og félagsmálastjóri leggja fyrir nefndina tölur um þá einstaklinga og fjölskyldur sem eru á bið eftir húsnæði af félagslegum orsökum.

Samþykkt samhljóða.