Félagsmálanefnd

167. fundur 27. ágúst 2018 kl. 13:00 - 15:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Sigrún Harðardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Fjármál -útkomuspá árið 2018

Málsnúmer 201808161

Fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs kynnir drög að fjárhagsáætlun ársins 2019 og útkomuspá ársins 2018 fyrir nefndinni. Formanni og félagsmálastjóra er falið að vinna frekar að fjárhagsáætlun 2019.

2.Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd

Málsnúmer 201611048

Lögð er fram samþykkt fyrir sameiginlega Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem staðfest var í Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 7. desember 2016 og tekur mið að samningi sömu sveitarfélaga um sameiginlega félagsmálanefnd frá í febrúar 2011. Þar sem misjafn er hvernig úrvinnslu einstakra mála hjá sveitarfélögunum er háttað, s.s. varðandi úthlutun félagslegs húsnæðis, mati á þörf á heimaþjónustu ofl. þá vill nefndin skerpa á því í samningi, hvað hvert sveitarfélag annast sjálft og hvaða málefni heyra undir félagsþjónustuna. Tilgangur þess er að skýra ábyrgðarsvið félagsmálanefndar annars vegar og sveitarfélaga hins vegar á vinnslu þeirra mála sem unnin eru í heimahéraði, án aðkomu félagsþjónustu.
Nefndin felur formanni og félagsmálastjóra að vinna frekar að málinu.

Samþykkt samhljóða.

3.Undirritaður samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli samstarfssveitarfélaga

Málsnúmer 201103179

4.Húsnæðisvandi heimilislausra

Málsnúmer 201801014

Með vísan til bréfs Umboðsmanns Alþingis, dagsett 6. júlí 2018 vegna frumkvæðisathugunar embættisins á húsnæðisvanda utangarðsfólks með áfengis- og vímuefnavanda, þar sem embættið hefur eftir könnun á málaflokknum hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins, komist að þeirri niðurstöðu að helst vanti á úrræði og skýra lagaramma hjá Reykjavíkurborg, beinir umboðsmaður þeirri tillögu til annarra þeirra sveitarfélaga sem athugun hans nær til, að þau fari yfir þau mál sem þar er fjallað um með tilliti til þess sem fram kemur í álitinu og hugi að því, og þá eftir atvikum að höfðu samráði við Reykjavíkurborg vegna einstaklinga sem þangað leita frá öðrum sveitarfélögum, hvernig þau rækja þær skyldur sem lög leggja á þau að þessu leyti.

Á fundi Bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 16. júlí s.l. var erindi umboðsmanns lagt fram og ákveðið að vísa afgreiðslu þess til félagsmálastjóra.

Félagsmálastjóri hefur svarað erindi umboðsmanns í bréfi dagsettu 11. janúar 2018 þar sem fram kemur að sveitarfélagið uppfyllir lagaskyldur sínar gagnvart einstaklingum með áfengis- og fíknivanda, geðrænan vanda eða svonefndan tvíþættan vanda. Ekki er neinu við það svar að bæta, öðru en því að farið hefur verið yfir biðlista félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu og gerð gangskör að því að uppfæra hann miðað við raunaðstæður. Sú aðgerð ásamt tilfærslum í kerfinu sýnir að vandinn er minni en greint var frá í fyrrgreindu svari félagsmálastjóra, færri eru á biðlista en þá var talið og staðan því mun betri en hún var í upphafi árs. Fljótlega mun liggja fyrir niðurstaða á heildarþörf fyrir félagslegt húsnæði í sveitarfélaginu og félagsmálastjóri leggja fyrir nefndina tölur um þá einstaklinga og fjölskyldur sem eru á bið eftir húsnæði af félagslegum orsökum.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðgerðir til að endurvekja traust og trúnað í málaflokki barnaverndar á Íslandi

Málsnúmer 201806042

6.Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga - öldungaráð

Málsnúmer 201808162

Lagt er fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. júní s.l. þar sem bent er á aukna áherslu á aukið samráð og samvinnu við notendur þjónustunnar með valdeflingu að leiðarljósi og aukin áhrif notenda á útfærslu þjónustunnar. Minnisblaðið tekur mið af nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er taka gildi þann 1. október n.k. og fjallar um samráð við eldri borgara með stofnun öldungaráðs. Samþykkt er að fela formanni og félagsmálastjóra að hefja viðræður við stjórn Félags eldri borgara um samvinnu og samstarf, samhliða endurskoðun samnings FEB og Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða.

7.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031

Félagsmálastjóri reifar málefni félagsþjónustunnar.

Fundi slitið - kl. 15:45.