Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga - öldungaráð

Málsnúmer 201808162

Félagsmálanefnd - 167. fundur - 27.08.2018

Lagt er fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. júní s.l. þar sem bent er á aukna áherslu á aukið samráð og samvinnu við notendur þjónustunnar með valdeflingu að leiðarljósi og aukin áhrif notenda á útfærslu þjónustunnar. Minnisblaðið tekur mið af nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er taka gildi þann 1. október n.k. og fjallar um samráð við eldri borgara með stofnun öldungaráðs. Samþykkt er að fela formanni og félagsmálastjóra að hefja viðræður við stjórn Félags eldri borgara um samvinnu og samstarf, samhliða endurskoðun samnings FEB og Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða.

Félagsmálanefnd - 171. fundur - 25.03.2019

Drög að erindisbréfi öldungaráðs samþykkt og vísað til Bæjarstjórnar til afgreiðslu.