Félagsmálanefnd

171. fundur 25. mars 2019 kl. 12:30 - 15:15 að Lyngási 12
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gyða Dröfn Hjaltadóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði

Málsnúmer 201901180

Lagt fram til kynningar.

2.Samtölublað vegna ársins 2018

Málsnúmer 201812043

Umræður um fjölda tilkynninga og barnaverndarmála. Fyrirfram var búist við aukningu tilkynninga vegna nýs verklags innan Austurlandslíkansins sem kallar á aukna árverkni skóla, heilsugæslu og leikskóla. Megin aukning tilkynninga er tilkomin vegna 18. gr. bvl. frá lögreglu og helgast það af nýju verklagi hjá lögreglu.

3.Samstarfssamningur Fljótsdalshéraðs og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201803113

Drög að samningi félagsþjónustu og Félags eldri borgara eru samþykkt og vísað til Bæjarstjórnar til samþykktar.

4.Drög að erindisbréfi fyrir öldungaráð

Málsnúmer 201808162

Drög að erindisbréfi öldungaráðs samþykkt og vísað til Bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

Málsnúmer 201901079

Nefndin hafnar framkomnum drögum að samningi við Reykjavíkurborg um gistináttagjald vegna einstaklinga með lögheimili á umráðasvæði Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðar eystri og Vopnafjarðarhrepps. Einstaklingum með lögheimili í fyrrgreindum sveitarfélögum býðst félagsleg þjónusta og stuðningur við vanda sínum í heimabyggð. Ef aðsetur og lögheimili fara ekki saman skv. lögheimilislögum þá þurfa viðkomandi einstaklingar annað hvort að koma í lögheimilissveitarfélag til þess að þiggja þjónustu eða flytja lögheimili í aðsetursveitarfélag til þess að þiggja þjónustu þar. Félagsþjónusta á Austurlandi á erfitt með að þjónusta einstaklinga sem búsettir eru hinu megin á landinu og ítrekar nefndin að lögheimili skal fylgja aðsetri. Nefndin setur fyrir sig upphæð stakrar gistináttar en væri til viðræðu um að greiða hóflegt gjald fyrir einstaklinga með lögheimili á svæði nefndarinnar, væri unnt að vinna að vanda viðkomandi einstaklings meðfram dvöl hans á höfuðborgarsvæðinu og þá með þeirri fyrirætlan að viðkomandi flytji aðsetur sitt heim og þiggi félagslega aðstoð í heimahéraði. Nefndin vill einnig taka fram að vilji einstaklingur með lögheimili hér eystra en aðsetur í Reykjavík fá húsnæðisúrræði hér fyrir austan, þá yrði brugðist við þeim vanda í samræmi við metna þörf. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði hjá ofangreindum sveitarfélögum er lítill og brugðist við bráðum vanda skjólstæðinga hið snarasta. Samþykkt samhljóða.

6.Notendasamráð, umræða um 8 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201901171

Guðbjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri fötlunarmála og Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri hjá Skólaskrifstofu í málefnum fatlaðra koma fyrir nefndina og kynna drög að samþykkt notendaráðs í málefnum fatlaðra. Nefndin samþykkir framlögð drög og vísar þeim til Bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031

Félagsmálastjóri reifar helstu starfsemi félagsþjónustunnar á síðastliðnum mánuði.

Fundi slitið - kl. 15:15.