Með nýjum lögum er tóku gildi þann 1. október 2018 er sveitarfélögum gert að stofna notendasamráð fatlaðs fólks skv. 8. gr. og 2. mgr. 42. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Innan þjónustusvæðisins Austurlands hefur til tveggja ára verið í gangi tilraunaverkefni um notendasamráð sem hefur gefið góða raun. Nefndin felur Guðbjörgu Gunnarsdóttur, verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks og Helgu Þórarinsdóttur, verkefnastjóra hjá Skólaskrifstofu að útfæra samráðsnefndina sem nú er starfandi og aðlaga að nýjum lögum í samráði við Félagsþjónustuna í Fjarðabyggð. Einnig er þeim falið að leggja fram kostnaðaráætlun þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir yfirstandandi ár.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri fötlunarmála og Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri hjá Skólaskrifstofu í málefnum fatlaðra koma fyrir nefndina og kynna drög að samþykkt notendaráðs í málefnum fatlaðra. Nefndin samþykkir framlögð drög og vísar þeim til Bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.