Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd

Málsnúmer 201611048

Félagsmálanefnd - 149. fundur - 16.11.2016

Drög að uppfærðri samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs er lögð fram og samþykkt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Vísað til síðasta liðar á dagskrá fundarins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti breytinguna

Drög að uppfærðri samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs voru lögð fram í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn uppfærða samþykkt fyrir félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson, gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Félagsmálanefnd - 166. fundur - 05.07.2018

Lið frestað til næsta fundar.

Félagsmálanefnd - 167. fundur - 27.08.2018

Lögð er fram samþykkt fyrir sameiginlega Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem staðfest var í Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 7. desember 2016 og tekur mið að samningi sömu sveitarfélaga um sameiginlega félagsmálanefnd frá í febrúar 2011. Þar sem misjafn er hvernig úrvinnslu einstakra mála hjá sveitarfélögunum er háttað, s.s. varðandi úthlutun félagslegs húsnæðis, mati á þörf á heimaþjónustu ofl. þá vill nefndin skerpa á því í samningi, hvað hvert sveitarfélag annast sjálft og hvaða málefni heyra undir félagsþjónustuna. Tilgangur þess er að skýra ábyrgðarsvið félagsmálanefndar annars vegar og sveitarfélaga hins vegar á vinnslu þeirra mála sem unnin eru í heimahéraði, án aðkomu félagsþjónustu.
Nefndin felur formanni og félagsmálastjóra að vinna frekar að málinu.

Samþykkt samhljóða.