Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

433. fundur 16. júlí 2018 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir formaður
 • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
 • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
 • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Ekkert sérstakt tekið fyrir.

2.Félagsmálanefnd - 166

Málsnúmer 1807003FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 43

Málsnúmer 1806017FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94

Málsnúmer 1806016FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lágu ábendingar íbúa og starfsmanna um að ásýnd veghelgunarsvæða þjóðvegar 1 um Fellabæ og Seyðisfjarðarveg frá Fagradalsvegi og a.m.k. að Eyvindarárbrú sé ábótavant þar sem ekki er slegið á þessum svæðum með reglubundnum hætti yfir sumartímann.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fer fram á að Vegagerðin sinni slætti á veghelgunarsvæðum þjóðvegar 1 um Fellabæ og Seyðisfjarðarveg frá Fagradalsvegi að Eyvindarárbrú með þeim hætti að sómi sé að. Framvegis verði þessi svæði slegin að lágmarki mánaðarlega, á tímabilinu frá maí til september.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá stýrihópnum Heilsueflandi samfélag á Fljótsdalshéraði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og felur skipulags og byggingarfulltrúa að svara fyrirspurnum frá stýrihóp um Heilsueflandi samfélag á Fljótsdalshéraði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur í forgang viðfangsefni sem tryggja öryggi barna á leiðum til og frá skóla. Verkefni sem skilgreind eru í forgangi í umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs verði höfð til hliðsjónar við gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlunar 2019.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð SvAUST 10.júlí 2018.

Málsnúmer 201807031Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Innleiðing persónuverndarlöggjafar 2018

Málsnúmer 201805015Vakta málsnúmer

Lögð fram persónuverndarstefna Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu sem og samtstarfssamningur sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupsstaðar og Borgarfjarðarhrepps um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starf persónuverndarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir framlagða persónuverndarstefnu Fljótsdalshéraðs og jafn framt fyrirliggjandi samning um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starf persónuverndarfulltrúa milli framangreindra sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fh. Fljótsdalshéraðs og láta birta persónuverndarstefnuna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur SSA 2018

Málsnúmer 201806160Vakta málsnúmer

Til umræðu ályktanir vegna aðalfundar SSA 2018.

8.Húsnæðisvandi heimilislausra

Málsnúmer 201801014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis og álit hans í tilefni af frumkvæðisathugun hans á húsnæðisvanda heimilislausra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálastjóra til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Sýslumaðurinn á Austurlandi ásamt fulltrúa embættisins kom til fundar með bæjarráði kl 10:00.

Fundi slitið - kl. 10:00.