Umhverfis- og framkvæmdanefnd

94. fundur 11. júlí 2018 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Vetrarþjónusta í dreifbýli.

Málsnúmer 201807009Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að endurskoða fyrirkomulag vetrarþjónustu í dreifbýli með það að markmiði að bæta þjónustuna þar. Verkefnið er eitt verkefna málefnasamnings meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og óháðra.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samstarfi við formann nefndarinnar og Vegagerðina að undirbúa verklagsreglur og samninga um vetrarþjónustu í dreifbýli sem taka skal til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í byrjun september. Verklagsreglurnar skulu taka mið af því að þjónustan verði bætt og með það að markmiði að íbúar dreifbýlis geti gengið út frá því að komast daglega að sækja atvinnu og þjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ásýnd svæða í landi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806133Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja ábendingar íbúa og starfsmanna um að ásýnd veghelgunarsvæða þjóðvegar 1 um Fellabæ og Seyðisfjarðarvegar frá Fagradalsvegi og a.m.k. að Eyvindarárbrú sé ábótavant þar sem ekki er slegið á þessum svæðum með reglubundnum hætti yfir sumartímann.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fer fram á að Vegagerðin sinni slætti á veghelgunarsvæðum þjóðvegar 1 um Fellabæ og Seyðisfjarðarveg frá Fagradalsvegi að Eyvindarárbrú með þeim hætti að sómi sé að. Framvegis verði þessi svæði slegin að lágmarki mánaðarlega, fyrir 15. hvers mánaðar, á tímabilinu frá maí til september.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201707060Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá stýrihópnum Heilsueflandi samfélag á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að svara fyrirspurnum frá stýrihóp um Heilsueflandi samfélag á Fljótsdalshéraði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur í forgang viðfangsefni sem tryggja öryggi barna á leiðum til og frá skóla. Verkefni sem skilgreind eru í forgangi í umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs verði höfð til hliðsjónar við gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlunar 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samantekt vegna brúarframkvæmda við Klaustursel.

Málsnúmer 201801102Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja gögn varðandi nýja brú við Klaustursel.

Lagt fram til kynningar.

5.Samningur um jarðgerð, kurlun og akstur. Viðaukasamningur

Málsnúmer 201807014Vakta málsnúmer

Samningur um jarðgerð, kurlun og akstur. Viðaukasamningur.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundartími Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018 - 2019

Málsnúmer 201806135Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur áætlun um fundartíma 2018- 2019.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á starfsáætlun:
Fundur 22. ágúst færist fram til 15. ágúst.

Að fundartími sé kl. 17:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskaði eftir umsögnum fastanefnda varðandi deiliskipulag Selskógar á vormánuðum, umsagnir hafa verið afgreiddar frá nefndum og liggur fyrir að taka afstöðu til þeirra.

Undir þessum lið sátu Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála og Hafliði Hörður Hafliðason og Jón Óli Benediktsson sem kynntu hugmyndir um vetrarútivist í Selskógi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Selskógar í samræmi við sviðsmynd 3. úr skýrslu Teiknistofu AKS, Stefnumörkun um Selskóg og nágrenni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004Vakta málsnúmer

Fulltrúi samstarfshóps um Norrænt verkefni um betri bæi kom á fundinn og kynnti verkefnið.

Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála kynnti verkefnið.

Lagt fram til kynningar.

9.Varmadælulausn í Brúarásskóla

Málsnúmer 201805116Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins til 15. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.