Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201707060

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Lögð er fram Umferðaröryggisáætlun 2016-2020 Fljótsdalshérað, sem unnin var af VSÓ Ráðgjöf.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Lögð er fram Umferðaröryggisáætlun 2016-2021 fyrir Fljótsdalshérað, sem unnin var af VSÓ Ráðgjöf.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar 9. ágúst sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin felur starfsmanni að láta leiðrétta skýrsluna með tilliti til stafsetningar og staðháttavillna og birta áætlunina á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94. fundur - 11.07.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá stýrihópnum Heilsueflandi samfélag á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að svara fyrirspurnum frá stýrihóp um Heilsueflandi samfélag á Fljótsdalshéraði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur í forgang viðfangsefni sem tryggja öryggi barna á leiðum til og frá skóla. Verkefni sem skilgreind eru í forgangi í umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs verði höfð til hliðsjónar við gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlunar 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.