Umhverfis- og framkvæmdanefnd

75. fundur 23. ágúst 2017 kl. 17:00 - 20:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Skúli Björnsson varamaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, Umsókn um stöðuleyfi fyrir grillhúsi og bílskúr og um sókn um lóð, Miðás 22 - 24 og verða þeir nr. 18 og 19 í dagskránni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Umsókn um byggingarleyfi - Unalækur D7

Málsnúmer 201301227

Lagt fram bréf frá VERITAS lögmönnum slf. f.h. Björns Oddssonar þar sem reikningi Fljótsdalshéraðs er mótmælt.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst 2017.

Starfsmanni falið að svara bréfritara í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Plastpokalaust Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201701004

Fyrir liggja upplýsingar um söluaðila og verð á margnota burðarpokum.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst 2017.

Samþykkt að fá endanlegt tilboð í verð frá framleiðanda.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áætlun vegna refaveiða 2017-2019

Málsnúmer 201708038

Lögð fram áætlun um refaveiðar í sveitarfélaginu 2017-2019.

Freyr Ævarsson fór yfir áætlun um refaveiðar næstu þriggja ára.

Lagt fram til kynningar.

4.Gangnaboð og gangnaseðlar 2017

Málsnúmer 201708035

Lagðir eru fram gangnaseðlar Jökuldals norðan ár, Fellamanna, Hjaltastaðaþinghár, Jökulsárlíðar, Valla og Eiðaþinghár.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Nefndin felur starfsmanni að hafa samband við gangnastjóra og óska eftir upplýsingum um ástand/viðhaldsþörf rétta og hólfa. Gögn berist sveitarfélaginu fyrir 30. nóvember nk.

Fram kom í fundargerð fjallskilanefndar Hjaltastaðaþinghár að þörf væri á viðgerð á styrkvegi í Ánastaði.

Málinu vísað til forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar.

Fram kom í fundargerð fjallskilanefndar Hjaltastaðaþinghár að óskað er eftir kaupum á 200 m af gagnvörðum borðum ásamt 40 girðinarstaurum til lagfæringar á réttarhólfi við Sandbrekku.

Nefndin samþykkir kaupin og kostnaður takist af lið nr. 13210 - Fjallskil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Almenningssamgöngur 2017

Málsnúmer 201708047

Fyrir liggur vetraráætlun almenningssamgangna.

Lagt fram til kynningar.

6.Landbótasjóður 2017

Málsnúmer 201701148

Fyrir liggur fundargerð 83. fundar Landbótasjóðs Norður-Héraðs.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um stofnun lögbýlis/Hurðarbak 1

Málsnúmer 201708066

Lögð er fram ósk um umsögn um að lóðin Hurðarbak 1, landnúmer 222799, öðlist lögbýlisrétt.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um að fjarlægja sparkvöll á Hallormsstað

Málsnúmer 201708061

Lögð fram beiðni frá Þráni Lárussyni fyrir hönd Hótel 701, um að sparkvöllurinn við íþróttahúsið á Hallormsstað verði fjarlægður.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið en kallar eftir kostnaðarmati á niðurrifinu og flutningi. Nefndin felur starfsmanni að ganga frá samningi um frágang svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Gagnheiðarlína - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201708067

Lagt fram erindi frá Guðmundi Hólm Guðmundssyni fyrir hönd RARIK þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar á hluta Gagnheiðarlínu.

Nefndin vekur athygli á að gengið verði vel frá framkvæmdasvæðinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Plægingar í Fellum - Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201708068

Lagt fram erindi frá Guðmundi Hólm Guðmundssyni fyrir hönd RARIK þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs í Fellum.

Nefndin vekur athygli á að gengið verði vel frá framkvæmdasvæðinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Lagarfell 3 - ósk eftir breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 201706100

Lögð fram skipulagslýsingin Blönduð byggð í Fellabæ vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í breyttri landnotkun á lóðunum nr. 1 og 3 við Lagarfell.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst skv. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 - Ketilsstaðir gistiþjónuta.

Málsnúmer 201611003

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í að breyta landnotkun á 12,8 ha svæði úr landi Ketilsstaða á Völlum, úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun og þjónustu.

Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl. Athugasemd barst frá Þórdísi Bergsdóttur og Hallgrími Bergssyni þar sem bent er á kvöð sem er á jörðinni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur farið yfir athugasemd Þórdísar Bergsdóttur og Hallgríms Bergssonar. Álit nefndarinnar er að athugasemdin eigi ekki við skipulagstillöguna þar sem hún snýr að kvöð á jörðinni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái meðferð skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Deiliskipulag fyrir Álfaás úr landi Ketilsstaða á Völlum.

Málsnúmer 201611003

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir 12,8 ha land. Tillagan afmarkast af Höfðaá að austan og norðan, landamerkjum við Ketilsstaði og Stóruvík að sunnan og af Lagarfljóti að vestan. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði fyrri áformaða gistiþjónustu með sjö nýjum byggingarreitum ásamt aðkomu.

Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201707060

Lögð er fram Umferðaröryggisáætlun 2016-2021 fyrir Fljótsdalshérað, sem unnin var af VSÓ Ráðgjöf.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar 9. ágúst sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin felur starfsmanni að láta leiðrétta skýrsluna með tilliti til stafsetningar og staðháttavillna og birta áætlunina á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Snjómokstur og hálkuvarnir 2017

Málsnúmer 201708005

Til umræðu er fyrirkomulag um snjómokstur og hálkuvarnir.

Forstöðumaður Þjónustumaður sat fundin undir þessum lið.

Starfsmanni falið að leita til Björns Sveinssonar hjá Verkís um tillögu að samningi um snjómokstur og hálkuvarnir.

Að öðru leyti er málið í vinnslu.

Gestir

  • Kári Ólason - mæting: 19:00

16.Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008

Fyrir liggur Deiliskipulagstillaga - Grásteinn, að afloknu auglýsingaferli. Frestur til að gera athugasemdir var til 12.7.2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímabilinu en fyrir liggja ábendingar við tillöguna frá Skipulagsstofnun. Fyrir liggur tillaga þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, Verkís, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Eyvindarár II. Breytingin felst í uppfærslu staðsetningar byggingarreits sem ætlaður er til framtíðar stækkunar.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst sl.

Málið er í vinnslu.

18.Umsókn um stöðuleyfi fyrir grillhúsi og bílskúr

Málsnúmer 201708077

Sótt er um stöðuleyfi fyrir sýningarhúsum við Kaupvang.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir landnotkun með fyrirvara um að teikningar sem sýna afstöðu berist.

Starfsmanni falið að klára málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umsókn um lóð, Miðás 22 - 24

Málsnúmer 201708076

Umsókn um lóðirnar Miðás 22 og 24.

Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 20:20.