Gangnaboð og gangnaseðlar 2017

Málsnúmer 201708035

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Lagðir eru fram gangnaseðlar Jökuldals norðan ár, Fellamanna, Hjaltastaðaþinghár, Jökulsárlíðar, Valla og Eiðaþinghár.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Nefndin felur starfsmanni að hafa samband við gangnastjóra og óska eftir upplýsingum um ástand/viðhaldsþörf rétta og hólfa. Gögn berist sveitarfélaginu fyrir 30. nóvember nk.

Fram kom í fundargerð fjallskilanefndar Hjaltastaðaþinghár að þörf væri á viðgerð á styrkvegi í Ánastaði.

Málinu vísað til forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar.

Fram kom í fundargerð fjallskilanefndar Hjaltastaðaþinghár að óskað er eftir kaupum á 200 m af gagnvörðum borðum ásamt 40 girðinarstaurum til lagfæringar á réttarhólfi við Sandbrekku.

Nefndin samþykkir kaupin og kostnaður takist af lið nr. 13210 - Fjallskil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Lagðir eru fram gangnaseðlar Skriðdals og Jökuldals austan Jökulsár á Dal og Tungu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Fyrir liggja athugasemdir við gangnaseðil Skriðdals frá Kjartani Ottó Hjartarsyni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til fjallskilastjórnar Skriðdals hvort rétt sé að endurskoða skiptingu dagsverka við smölun á afrétt.

Framvegis sendi sveitafélagið gangnaboð á alla landeigendur í sveitafélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu