Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201301227

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29. fundur - 12.08.2015

Fyrir liggur bréf dagsett 28.05.2015 vegna óleyfisframkvæmdar á Unalæk lóð D7.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs dags. 28. maí 2015, til Björns Oddssonar, hér eftir nefndur framkvæmdaaðili, var boðað að beitt yrði þvingunarúrræðum, sbr. grein 2.9.1 í byggingarreglugerð, sbr. 55. og 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, vegna húsbyggingar á lóðinni Unalæk D7, sem reist hefur verið í andstöðu við grein 2.3.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. m.a. tilkynningu um höfnun á umsókn um byggingarleyfi, dags. 25. febrúar 2013.
Vísað er til þess að á fundi Umhverfis og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs, dags. 24. júní 2015, að ekki yrði aðhafst í málinu fram til 24. júlí 2015, í ljósi beiðni um frest til að flytja húsbygginguna. Byggingin hefur ekki verið flutt og frekari andmæli hafa ekki komið fram af hálfu framkvæmdaaðila.
Ákvörðun nefndar er gerð í þremur töluliðum:.
1. Birni Oddssyni, kt. 070354-7569, er gert að fjarlægja byggingu, sem reist hefur verið á lóðinni Unalæk D7. Jaframt verði allt jarðrask lagfært. Frestur til úrbóta er 14 dagar frá staðfestingu ákvörðunar.
2. Hafi framkvæmdaðili ekki lokið úrbótum innan tilskilins frests, leggjast dagsektir á framkvæmdaðila að fjárhæð kr. 20.000,- fyrir hvern dag sem fullnægjandi úrbætur, skv. lið 1, hafa ekki átt sér stað.
3. Byggingarfulltrúa er veitt heimild til að láta vinna þær úrbætur sem fjallað er um í lið 1, á kostnað framkvæmdaðila, enda hafi úrbætur skv. lið 1, ekki farið fram innan 3ja mánaða frá staðfestingu ákvörðunar.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 306. fundur - 17.08.2015

Fyrir liggur bréf dagsett 28.05. 2015 vegna óleyfisframkvæmdar á Unalæk, lóð D7.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir eftirfarandi bókun og afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar:

Með bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs dags. 28. maí 2015, til Björns Oddssonar, hér eftir nefndur framkvæmdaaðili, var boðað að beitt yrði þvingunarúrræðum, sbr. grein 2.9.1 í byggingarreglugerð, sbr. 55. og 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, vegna húsbyggingar á lóðinni Unalæk D7, sem reist hefur verið í andstöðu við grein 2.3.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. m.a. tilkynningu um höfnun á umsókn um byggingarleyfi, dags. 25. febrúar 2013.
Vísað er til þess að á fundi Umhverfis og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs, dags. 24. júní 2015, að ekki yrði aðhafst í málinu fram til 24. júlí 2015, í ljósi beiðni um frest til að flytja húsbygginguna. Byggingin hefur ekki verið flutt og frekari andmæli hafa ekki komið fram af hálfu framkvæmdaaðila.

Ákvörðun nefndar er gerð í þremur töluliðum:.
1. Birni Oddssyni, kt. 070354-7569, er gert að fjarlægja byggingu, sem reist hefur verið á lóðinni Unalæk D7. Jaframt verði allt jarðrask lagfært. Frestur til úrbóta er 14 dagar frá staðfestingu ákvörðunar.
2. Hafi framkvæmdaðili ekki lokið úrbótum innan tilskilins frests, leggjast dagsektir á framkvæmdaðila að fjárhæð kr. 20.000,- fyrir hvern dag sem fullnægjandi úrbætur, skv. lið 1, hafa ekki átt sér stað.
3. Byggingarfulltrúa er veitt heimild til að láta vinna þær úrbætur sem fjallað er um í lið 1, á kostnað framkvæmdaðila, enda hafi úrbætur skv. lið 1, ekki farið fram innan 3ja mánaða frá staðfestingu ákvörðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Lagt fram bréf frá VERITAS lögmönnum slf. f.h. Björns Oddssonar þar sem reikningi Fljótsdalshéraðs er mótmælt.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti bæjarlögmanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Lagt fram bréf frá VERITAS lögmönnum slf. f.h. Björns Oddssonar þar sem reikningi Fljótsdalshéraðs er mótmælt.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst 2017.

Starfsmanni falið að svara bréfritara í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.