Umhverfis- og framkvæmdanefnd

29. fundur 12. ágúst 2015 kl. 17:00 - 18:59 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskað formaður eftir að bæta fjórum liðum við dagskrána, sem eru umsókn um byggingarleyfi Unalæk Lóð D7, byggingarleyfi Skipalæk 1, Umsókn um stofnun fasteignar, og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, verða þeir liðir númer 10, 11, 12 og 13 í dagskránni,

1.Fundargerðir 74. og 75. fundar Landbótasjóðs

Málsnúmer 201508001

Lagðar eru fram 74. fundargerð Landbótasjóðs dagsett 02.07.2015 og 75. fundargerð dagsett 10.07.2015.

Lagt fram til kynningar.

2.Viðhald á kirkjugarði Kirkjubæjarkirkju

Málsnúmer 201507052

Erindi dagsett 20.07.2015 þar sem Anna H.Bragadóttir f.h.sóknarnefndar Kirkjubæjarsóknar óskar eftir framlagi sveitarfélagsins til efniskaupa vegna viðhalds á kirkjugarði Kirkjubæjarkirkju. Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna viðhaldsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhgsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi, viðbótargjald vegna Starfsleyfis.

Málsnúmer 201507042

Erindi dagsett 14.07.2015 þar sem Sigrún Ágústsdóttir f.h. Umhverfisstofnunar óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins um fyrirhugaða hækkun gjalds vegna útgáfu starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn Tjarnarlandi, þar sem vinna við starfsleyfið reyndis mun meiri en gert var ráð fyrir, einkum vegna vinnu við áhættumatið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða hækkun gjalds vegna útgáfu starfsleyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um umsögn vegna tillögu mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbók.

Málsnúmer 201507041

Erindi dagsett 07.07.2015 þar sem Hafsteinn Pálsson, Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu Mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbókum vegna framkvæmdar lokaúttekta, öryggisúttekta og áfangaúttekta og vegna yfirferðar hönnunargagna í tengslum við mannvirkjagerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu Mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbókum vegna framkvæmdar lokaúttekta, öryggisúttekta og áfangaúttekta og vegna yfirferðar hönnunargagna í tengslum við mannvirkjagerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tjarnarland urðunarstaður.

Málsnúmer 201507040

Fyrir liggur ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi ásamt starfsleyfinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar því að endanlegt starsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi skuli nú loks liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Stórurð-Dyrfjöll 2015

Málsnúmer 201508010

Fyrir liggur fundargerð fundar sem haldinn var um Stórurðarverkefnið, þ.e. þjónustuhús í Vatnsskarði 22. júlí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu fundar um Stórurðarverkefnið.

Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir verkið og hún lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar, eins að lokið verði við samning milli sveitarfélaganna um kostnaðarskiptingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201507059

Erindi dagsett 15.07.2015 þar sem Guðlaugur Sæbjörnsson sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá- ný lóð, samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Meðfylgjandi er lóðarblað dagsett 01.07.2015. Málið var áður á dagskrá 29.07.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Helgafell ýmis málefni

Málsnúmer 201507056

Erindi í tölvupósti dagsett 16. og 20. júní 2015 þar sem Helgi Gíslason vekur athygli á ýmsum málefnum viðkomandi Helgafelli og sveitarfélaginu, sem þyrfti að ræða. Málið var áður á dagskrá 29.07.2015. Fyrir liggur minnisblað vegna fundar með Helga Gíslasyni ásamt tölvupóstssamskiptum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda ámynningu um umgengni til hlutaðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sumarblóm fyrir sveitarfélagið sumarið 2015

Málsnúmer 201502039

Fyrir liggur tillaga að samningi um gróðursetningu og umhirðu sumarblóma á Fljótsdalshéraði sumarið 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201301227

Fyrir liggur bréf dagsett 28.05.2015 vegna óleyfisframkvæmdar á Unalæk lóð D7.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs dags. 28. maí 2015, til Björns Oddssonar, hér eftir nefndur framkvæmdaaðili, var boðað að beitt yrði þvingunarúrræðum, sbr. grein 2.9.1 í byggingarreglugerð, sbr. 55. og 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, vegna húsbyggingar á lóðinni Unalæk D7, sem reist hefur verið í andstöðu við grein 2.3.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. m.a. tilkynningu um höfnun á umsókn um byggingarleyfi, dags. 25. febrúar 2013.
Vísað er til þess að á fundi Umhverfis og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs, dags. 24. júní 2015, að ekki yrði aðhafst í málinu fram til 24. júlí 2015, í ljósi beiðni um frest til að flytja húsbygginguna. Byggingin hefur ekki verið flutt og frekari andmæli hafa ekki komið fram af hálfu framkvæmdaaðila.
Ákvörðun nefndar er gerð í þremur töluliðum:.
1. Birni Oddssyni, kt. 070354-7569, er gert að fjarlægja byggingu, sem reist hefur verið á lóðinni Unalæk D7. Jaframt verði allt jarðrask lagfært. Frestur til úrbóta er 14 dagar frá staðfestingu ákvörðunar.
2. Hafi framkvæmdaðili ekki lokið úrbótum innan tilskilins frests, leggjast dagsektir á framkvæmdaðila að fjárhæð kr. 20.000,- fyrir hvern dag sem fullnægjandi úrbætur, skv. lið 1, hafa ekki átt sér stað.
3. Byggingarfulltrúa er veitt heimild til að láta vinna þær úrbætur sem fjallað er um í lið 1, á kostnað framkvæmdaðila, enda hafi úrbætur skv. lið 1, ekki farið fram innan 3ja mánaða frá staðfestingu ákvörðunar.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201410009

Erindi dagsett 10.08.2015 þar sem Baldur Grétarsson kt.250461-7479 og Katrín Malmquist Karlsdóttir kt.300761-2919 ítreka ósk sína um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Á grundvelli framlagðra gagna þá heimilar Skipulags- og mannvirkjanefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk þegar tilskilin gögn liggja fyrir, þar með talið samþykki landeiganda.
Nefndin ítrekar fyrri bókun um kröfu um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um stofnun fasteignar- Ný lóð

Málsnúmer 201508036

Erindi dagsett 12.08.2015 þar sem Jóhann Erling Stefánsson kt. 1406754909 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 142

Málsnúmer 1508007

Lagður er fram 142. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa dags. 12.08.2015

Lagt fram til kynningar

13.1.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna hreindýraveislu í Bragganum

Málsnúmer 201508032

Lagt fram til kynningar

13.2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi, hverfahátíð og fl. miðbæjarfjör.

Málsnúmer 201508031

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:59.