Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201410009

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10. fundur - 22.10.2014

Erindi dagsett 01.10.2014 þar sem Baldur Grétarsson kt. 250461-7479 sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.

Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu er umsókninni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar samkvæmt gr.2.4.2 í Byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið, en með vísan í gr.2.7 í Skipulagsreglugerð nr.90/2013 gerir nefndin kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Erindi dagsett 01.10.2014 þar sem Baldur Grétarsson kt. 250461-7479 sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu er umsókninni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar samkvæmt gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í erindið, en með vísan í gr.2.7 í skipulagsreglugerð nr.90/2013 gerir bæjarstjórn kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29. fundur - 12.08.2015

Erindi dagsett 10.08.2015 þar sem Baldur Grétarsson kt.250461-7479 og Katrín Malmquist Karlsdóttir kt.300761-2919 ítreka ósk sína um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Á grundvelli framlagðra gagna þá heimilar Skipulags- og mannvirkjanefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk þegar tilskilin gögn liggja fyrir, þar með talið samþykki landeiganda.
Nefndin ítrekar fyrri bókun um kröfu um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 306. fundur - 17.08.2015

Erindi dagsett 10.08. 2015 þar sem Baldur Grétarsson kt.250461-7479 og Katrín Malmquist Karlsdóttir kt. 300761-2919 ítreka ósk sína um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli framlagðra gagna þá heimilar bæjarráð, að tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar, byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk þegar tilskilin gögn liggja fyrir, þar með talið samþykki landeiganda.
Nefndin ítrekar fyrri bókun um kröfu um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.