Umhverfis- og framkvæmdanefnd

10. fundur 22. október 2014 kl. 17:00 - 20:02 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er umsókn um stöðuleyfi fyrir gám og verður sá liður númer 19 í dagskránni.

1.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 201408080

Lagður er fram listi yfir Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála. Óðinn Gunnar kynnir verkefnin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Óðni Gunnari kynninguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093

Lagður er fram listi yfir Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála. Óðinn Gunnar kynnir vrkefnin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Óðni Gunnari kynninguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201410009

Erindi dagsett 01.10.2014 þar sem Baldur Grétarsson kt. 250461-7479 sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.

Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu er umsókninni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar samkvæmt gr.2.4.2 í Byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið, en með vísan í gr.2.7 í Skipulagsreglugerð nr.90/2013 gerir nefndin kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



4.Þórsnes, stækkun efnistökusvæðis

Málsnúmer 201207048

Erindi dags. 29.06.2012 þar sem Jón Pétursson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun efnistökusvæðis á Kollstaðamóum í landi Kollsstaða á Fljótsdalshéraði.
Fyrir liggur ákvörðun skipulagsstofnunar um að náman sé ekki matsskyld. Málið var áður á dagskrá 27.02.2014.
Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur starfsmanni að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2014

Málsnúmer 201410035

Fyrir liggur ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 15.-17. ágúst 2014. Óskað er eftir að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendingarnar og samþykkir að ofangreind samþykkt verði höfð til hliðsjónar í umhverfisvinnu á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Fyrir liggur tillaga um afmörkun vatnsverndarsvæða við Urriðavatn. Tillagan er unnin af Íslenskum orkurannsóknum. Málið var áður á dagskrá 27.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur starfsmanni að halda áfram með vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hvammur II, aðalskipulags-breyting

Málsnúmer 201408031

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur m.a. í sér að við töflu 2, kafla 9.8 í greinargerð aðalskipulagsins, þar sem fjallað er um frístundabyggð, bætist ein lína: F61 Hvammur 2. Jafnframt er bætt við hringtákni á sveitarfélagsuppdrátt B sem sýnir staðsetningu ákvæðisins og aðkomuleið sýnd. Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr. skipulagslaga.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvamm II.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hvammur 2, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.22.01.2014 og felur m.a. í sér skipulag á 0,8 ha. svæði fyri 12 smáhýsi allt að 60 m2 að stærð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt.
Deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Stóra-Sandfell deiliskipulag

Málsnúmer 201406091

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Stóra Sandfell III, IV og V, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.22.05.2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir íbúðarhús og gistirými fyrir ferðamenn í stakstæðum smáhýsum og litlum gistihúsum og tjaldsvæði.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Kaldá á Völlum, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.16.12.2013 og felur m.a. í sér skipulag fyrir þrjú frístundahús til útleigu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Kröflulína 3, 2014

Málsnúmer 201211010

Fyrir liggur svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar, dagsett 14.08.2014, við afgreiðslu Fljótsdalshéraðs á Kröflulínu 3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð svör og felur starfsmanni að senda svörin til Skipulagsstofnunar og þeirra sem gerðu athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um útleigu íbúðar til ferðamanna

Málsnúmer 201410078

Erindi í tölvupósti dagsett 16.10.2014 þar sem Gyða Dögg Sigurðardóttir kt. 230684-2519 óskar eftir leyfi fyrir útleigu á Bláskógum 12, Egilsstöðum.

Málið er í vinnslu.

14.Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

Málsnúmer 201409113

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Fundur hefur verið haldinn með fulltrúum hönnunarteymisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við MAKE hönnunarteymi um undirbúningsvinnu vegna deiliskipulags miðbæjarins. Í vinnunni felst upplýsingaöflun og hugmyndir um breytingar. Drög að samningi verði lögð fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Úttekt á brunaviðvörunarkerfi/Vallarhús Fellavelli

Málsnúmer 201410069

Lögð er fram skoðunarskýrsla nr.22.09.2014-01, vegna
skoðunar á brunaviðvörunarkerfi í vallarhúsinu Fellabæ.

Lagt fram til kynningar.

16.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201410073

Erindi dagsett 16.10.2014 þar sem Þröstur Stefánsson f.h. Kraftís ehf. kt.690606-2320 sækir um lóðina Miðás 17, til byggingar iðnaðarhúsnæðis.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi kl.18:50

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar sem lóðin er þegar úthlutuð.
Nefndin felur starfsmanni að kalla eftir áformum lóðarhafa um nýtingu lóðarinnar og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Frumvarp til laga um vegalög/til umsagnar

Málsnúmer 201410087

Erindi í tölvupósti dagsett 17.10.2014 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201410054

Bæjarráð kallar eftir, að umhverfis- og framkvæmdanefnd skipi fulltrúa í vinnuhóp vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skipa Ágústu Björnsdóttur sem fulltrúa í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 201410105

Umsókn í tölvupósti dagsett 21.10.2014 þar sem Guðbjörg Björnsdóttir fyrir hönd Rafteymis ehf. kt.410905-0780, óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Lyngás 12.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:02.