Fyrir ligur tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvamm II, Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu, en kallar eftir lýsingu á skipulagsverkefninu samkvæmt 40.gr.skipulagslaga og ákvæði í 5.2.2.gr.skipulagsreglugerðar.
Fyrir liggur lýsing á skipulagsverkefninu. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar, umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Lögð eru fram drög að deiliskipulagi fyrir Hvamm II, Fljótsdalshéraði, vegna fyrirhugaðra bygginga frístundahúsa á jörðinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ofangreint verði hluti af breytingunni. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.
Lögð eru fram drög að deiliskipulagi fyrir Hvamm II, Fljótsdalshéraði, vegna fyrirhugaðra bygginga frístundahúsa á jörðinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að ofangreint verði hluti af breytingunni. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hvammur 2, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.22.01.2014 og felur m.a. í sér skipulag á 0,8 ha. svæði fyri 12 smáhýsi allt að 60 m2 að stærð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt. Deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulaginu.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hvammur 2, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.22.01. 2014 og felur m.a. í sér skipulag á 0,8 ha. svæði fyrir 12 smáhýsi allt að 60 m2 að stærð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt. Deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulaginu.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hvamm 2, á Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð dags.22.01.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.
Athugasemdir: 1) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt. 2) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt. 3) Engin athugasemd. 4) Engin athugasemd, en bent á að óheimilt sé að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.
Eftirarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir athugsemd við að ekki sé nægjanlega ljóst hvernig vatnsöflun verði háttað fyrir svæðið í ljósi þeirra erinda, sem borist hafa sveitarfélaginu frá landeigendum. Málinu frestað að öðru leyti.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hvamm 2, á Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð dags.22.01.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.
Athugasemdir: 1) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt. 2) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt. 3) Engin athugasemd. 4) Engin athugasemd, en bent á að óheimilt sé að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015. Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. Skipulagslaga.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11. 2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hvamm 2, á Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð dags.22.01. 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03. 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03. 2015.
Athugasemdir: 1) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt. 2) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt. 3) Engin athugasemd. 4) Engin athugasemd, en bent á að óheimilt sé að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015. Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. Skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmndanefnd lagði til við bæjarstjórn á fundi sínum nr. 38 þann 13.1.2016 að deiliskipulags tillagan verði samþykkt óbreytt og send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42.gr. skipulagslaga.
Bréf barst frá Skipulagsstofnun dagsett 30.6.2016, óskað var eftir því að sveitarstjórn taki deiliskipulagið fyrir að nýju í sveitarstjórn vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skilmálum deiliskipulagsins og jafnframt þarf að sýna á uppdrætti aðalskipulagsbreytingu sem staðfest hefur verið fyrir umrætt svæði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa leiðréttan uppdrátt, deiliskipulag í landi Hvamms 2 í B-deild Stjórnartíðinda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til við bæjarstjórn á fundi sínum nr. 38 þann 13.1. 2016 að deiliskipulags tillagan verði samþykkt óbreytt og send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. skipulagslaga.
Bréf barst frá Skipulagsstofnun dagsett 30.6. 2016, óskað var eftir því að sveitarstjórn taki deiliskipulagið fyrir að nýju í sveitarstjórn vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skilmálum deiliskipulagsins og jafnframt þarf að sýna á uppdrætti aðalskipulagsbreytingu sem staðfest hefur verið fyrir umrætt svæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa leiðréttan uppdrátt, deiliskipulag í landi Hvamms 2, í B-deild Stjórnartíðinda.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu, en kallar eftir lýsingu á skipulagsverkefninu samkvæmt 40.gr.skipulagslaga og ákvæði í 5.2.2.gr.skipulagsreglugerðar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.