Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

113. fundur 26. mars 2014 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Framkvæmdir 2014,tímaáætlun

Málsnúmer 201403117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áætlun um tímasettar framkvæmdir 2014.

Kári Ólason sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

2.Staða málaflokks 10-61, snjómokstur.

Málsnúmer 200809126Vakta málsnúmer

Lögð eru fram gögn um stöðu snjómoksturs og hálkuvarna á Fljótsdalshéraði.

Kári Ólason sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.3.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100Vakta málsnúmer

Til umræðu er Uppfærð jafnréttisáætlun 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd mun hafa Jafnréttisáætlunina til hliðsjónar við ákvarðanatöku og störf nefndarinnar.
Að öðru leyti er áætlunin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 19.3.2014 þar sem Egill Guðmundsson lýsir yfir áhuga f.h. ARKÍS, að fá tækifæri til að halda áfram með þróun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur eðlilegt að Arkís verði boðið að taka þátt í verðkönnun eða útboði á breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsögn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um lýsingu á landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá gatnagerðargjald o.fl.

Málsnúmer 201403112Vakta málsnúmer

Til umræðu er "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði". Fyrir liggur samantekt úr gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga, um stöðuleyfisgjald.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með tillögu um breytingu á stöðuleyfisgjaldi og gjaldi fyrir afhendingu teikninga og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Samkaup, ósk um lagfæringar á plani

Málsnúmer 201107016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.3.2014 þar sem Gunnar Egill Sigurðsson, forstöðumaður verslunarsviðs Samkaup hf. vísar í erindi dagsett 29.6.2011. Einnig er óskað eftir að svæðið norðan við Kaupvang 6 sem verði annaðhvort sameinað lóðinni Kaupvangi 6 eða verði afhent þeim til umsjár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að kalla eftir hugmyndum bréfritara um fyrirhugaða notkun á lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um byggingarleyfi/gróðurhús

Málsnúmer 201403067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16.03.2014 þar sem Styrmir Bragason kt.0501564439 óskar eftir leyfi til að byggja gróðurhús á Stangarási, Fljótsdalshéraði. Sjá meðfylgjandi afstöðumynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggigarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fagradalsbraut, ósk um lóðarleigusamning

Málsnúmer 201403113Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 11.3.2014 þar sem Magnús Ástþór Jónasson f.h. Rarik, óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir spennistöð, sem stendur við Seyðisfjarðarveg norðan við Fagradalsbraut 25.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóð utan um spennistöðina, samkvæmt framlögðu lóðarblaði og gera lóðarleigusamning við Rarik.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingarleyfi/Frístundahús

Málsnúmer 201403055Vakta málsnúmer

Erindi dgsett 12.3.2014 þar sem Einar Ben Þorsteinsson f.h. Stormur gisting ehf. kt.570114-1580, óskar eftir byggingarleyfi fyrir þremur frístundahúsum á jörðinni Hvammur II, Fljótsdalshéraði. Hjálagt er tillaga að deiliskiulagi fyrir svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Eyvindará 2, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalséraðs, ásamt rökstuðningi, samkvæmt 36.gr.sipulagslaga nr.123/2010. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar-og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Málið var áður á dagskrá 13.2.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Eyvindará, breytingar

Málsnúmer 201005101Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 dags. 05.05.2010. Tillagan gerir ráð fyir að skilgreint verði svæði fyrir frístundabyggð alls 42,5 ha. að stærð. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Málið var áður á dagskrá 25.5.2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsögn Vegagerðarinnar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056Vakta málsnúmer

Lögð er fram lýsing vegna áforma um deiliskipulag vegna ferðaþjónustu í landi Kaldár 1, Fljótsdalshéraði, samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Málið var áður á dagskrá 8.1.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Setberg umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201402161Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2.2014 þar sem Helgi Hjálmar Bragason kt.220872-4169 og Heiðveig Agnes Helgadóttir kt.231070-4279 sækja um byggingarleyfi fyrir bjálkahúsi á Setbergi. Húsið, sem um ræðir var byggt á lóðinni Dynskógar 4, og fyrirhugað að flytja það að Setbergi. Einnig er sótt um leyfi fyrir tveimur öðrum sambærilegum húsum.
Málið var áður á dagskrá 26.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

15.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að deiliskipulagi fyrir Hvamm II, Fljótsdalshéraði, vegna fyrirhugaðra bygginga frístundahúsa á jörðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Endurnýjun á stofnlögn hitaveitu

Málsnúmer 201310088Vakta málsnúmer

Erindi dgsett 03.12.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs, í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.
Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.