Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 120. fundur - 16.09.2013

Drög að endurnýjaðri jafnréttisáætlun kynnt. Starfsmanni falið að leggja áætlunina að nýju fyrir næsta fund nefndarinnar.

Félagsmálanefnd - 122. fundur - 28.10.2013

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í Félagsmálanefnd hófu fundinn og fjölluðu um tvö erindi er lúta að jafnréttismálum.

Drög að jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs tekin til umræðu og samþykkt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu félagsmálanefndar, sem fer með jafnréttismál fh. sveitarfélagsins, samþykkir bæjarstjórn endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Fljótsdalshérað eins og hún liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 125. fundur - 05.03.2014

Uppfærð jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs var samþykkt á fundi nefndarinnar 28. október 2013. Nefndin óskar eftir því að áætlunin verði tekin til umræðu í öðrum nefndum og stofnunum sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Endurskoðuð jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs var samþykkt á fundi félagsmálanefndarinnar 28. október 2013, en nefndi fer með hlutverk jafnréttisnefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og óskar eftir því að áætlunin verði tekin til umræðu í öðrum nefndum og stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 25.03.2014

Fyrir liggur Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs 2013-2017.

Umhverfis- og héraðsnefnd mun hafa gildi Jafnréttisáætlunar til hliðsjónar við ákvarðanatöku og störf nefndarinnar.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Lögð fram til umfjöllunar jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs, sem endurskoðuð var af félagsmálanefnd og samþykkt af bæjarstjórn 6. nóvember 2013, en bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að vísa henni til allra nefnda sveitarfélagsins til kynningar og umfjöllunar.

Bæjarráð hvetur framboð til sveitarstjórnarkosninga að hafa jafnréttisstefnuna í huga við röðun á lista og skipan fulltrúa í nefndir.
Jafnframt beinir bæjarráð því til stjórnenda sveitarfélagsins að áherslur jafnréttisáætlunar verði höfð að leiðarljósi við ráðningu starfsmanna.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 113. fundur - 26.03.2014

Til umræðu er Uppfærð jafnréttisáætlun 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd mun hafa Jafnréttisáætlunina til hliðsjónar við ákvarðanatöku og störf nefndarinnar.
Að öðru leyti er áætlunin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og hvetur framboð til sveitarstjórnarkosninga að hafa jafnréttisstefnuna í huga við röðun á lista og skipan fulltrúa í nefndir.
Jafnframt beinir bæjarráð því til stjórnenda sveitarfélagsins að áherslur jafnréttisáætlunar verði hafðar að leiðarljósi við ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 200. fundur - 07.04.2014

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti ákvæði jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs 2013.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 15.04.2014

Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs lesin yfir (sjá fylgiskjal), sérstaklega bent á kafla um íþróttir og tómstundastarf.

Ungmennaráð telur að þurfi að jafna þá stöðu sem "kvenna og karla íþróttirnar" eru í. Ungmennaráði finnst að karla sportið njóti meiri athygli óháð árangri. Fundarritari bendir á mál tengd t.d. íslensku landsliðunum í knattspyrnu.
Niðurstaða: Fljótsdalshérað á að vera í forystu hvað varðar jafnrétti á sviðum íþrótta og tómstunda.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 196. fundur - 07.05.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að beina tillögu ungmennaráðs um að jafna þurfi stöðu karla og kvenna til íþróttaiðkunnar, til íþróttafélaganna á Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn tekur einnig undir með ungmennaráði um að Fljótsdalshérað á að vera í forystu hvað varðar jafnrétti á sviðum íþrótta og tómstunda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 1. fundur - 08.07.2014

Fyrir liggur bókun bæjarstjórnar frá 7. maí 2014 þar sem tillögu ungmennaráðs um að jafna þurfi stöðu karla og kvenna til íþróttaiðkunnar, er beint til íþróttafélaganna á Fljótsdalshéraði. Þar kemur einnig fram að Fljótsdalshérað á að vera í forystu hvað varðar jafnrétti á sviðum íþrótta og tómstunda.

Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir því að fulltrúar ungmennaráðs mæti á fund nefndarinnar í haust og fari yfir málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.