Félagsmálanefnd

122. fundur 28. október 2013 kl. 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í Félagsmálanefnd hófu fundinn og fjölluðu um tvö erindi er lúta að jafnréttismálum.

Drög að jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs tekin til umræðu og samþykkt.

2.Jafnréttisþing 2013

Málsnúmer 201310009

Dagskrá jafnréttisþings 2013 lögð fram til kynningar.

3.Barnaverndarmál

Málsnúmer 200805128

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu

4.Barnaverndarmál

Málsnúmer 200805127

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu

5.Barnaverndarmál

Málsnúmer 201109171

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu

6.Reglur um fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 201301084

Nefndin samþykkir drög að breytingum á gildandi reglum félagsmálanefndar um fjárhagsaðstoð.

7.Reglur um húsnæðisúrræði og þjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum

Málsnúmer 201304093

Nefndin samþykkir drög að breytingum á gildandi reglum félagsmálanefndar um húsnæðisúrræði og þjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum.

8.Fyrirspurn vegna Háholts

Málsnúmer 201310060

Bréf til og frá Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimilisins Háholts lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 201309115

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyri, tekin fyrir og synjað.

10.Stígamót, styrkbeiðni vegna þjónustu við brotaþola á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201310087


Umsókn Stígamóta um fjárhagslegan styrk vegna þjónustu við brotaþola kynferðislegs ofbeldis á Fljótsdalshéraði og nágrenni tekin fyrir. Samþykkt er að veita Stígamótum styrk að upphæð kr.650.000 til greiðslu flugfargjalda á árinu 2014.

11.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Erindi vegna aðalfundar SSA lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.