Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 201309115

Félagsmálanefnd - 122. fundur - 28.10.2013

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyri, tekin fyrir og synjað.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

Félagsmálanefnd - 125. fundur - 05.03.2014

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mofellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyri tekin fyrir að nýju. Ofangreindri beiðni var synjað á fundi nefndarinnar 28. október sl. Nefndinni hefur borist nýtt erindi þar sem gerð er athugasemd við fyrri afgreiðslu og þess farið á leit að hún verði endurskoðuð. Erindinu er synjað þar sem forsendur hafa ekki breyst.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

Félagsmálanefnd - 126. fundur - 09.04.2014

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyfi tekin fyrri að nýju. Samþykkt að greiða kr. 46.900. vegna einstaklings frá Fljótsdalshéraði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 195. fundur - 16.04.2014

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.