Íþrótta- og tómstundanefnd

1. fundur 08. júlí 2014 kl. 16:00 - 17:50 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd

Málsnúmer 201407005

Fyrir liggur samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar. Einnig lögð fram ýmis önnur gögn sem nefndin mun styðjast við í vinnu sinni.

2.Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201407008

Ákveðið að fundir nefndarinnar verði að annan miðvikudag í mánuði kl. 17.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot meistaraflokka og afrekstfólks í íþróttum af Héraðsþreki og sundlaug. Málið var síðast á dagskrá menningar- og íþróttanefndar 13. maí 2014. Jafnframt liggur fyrir svar frá formanni Hattar um að félagið geri ekki athugasemdir við drögin.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að verklagsreglum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Höttur fjörtíu ára

Málsnúmer 201406125

Á þessu ári eru 40 ár liðin síðan Íþróttafélagið Höttur var stofnað.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að Fljótsdalshérað minnist þessara tímamóta með viðeigandi hætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Fyrir liggur bókun bæjarstjórnar frá 7. maí 2014 þar sem tillögu ungmennaráðs um að jafna þurfi stöðu karla og kvenna til íþróttaiðkunnar, er beint til íþróttafélaganna á Fljótsdalshéraði. Þar kemur einnig fram að Fljótsdalshérað á að vera í forystu hvað varðar jafnrétti á sviðum íþrótta og tómstunda.

Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir því að fulltrúar ungmennaráðs mæti á fund nefndarinnar í haust og fari yfir málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Starfsskýrslur félaga 2013

Málsnúmer 201405040

Fyrir liggja starfsskýrslur nokkurra félaga fyrir 2013 sem eru með samning við sveitarfélagið. Málið var áður á dagskrá menningar og íþróttanefndar 13. maí 2014.

Á næsta fundi nefndarinnar verði farið yfir samninga við íþrótta og tómstundafélög sem losna á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098

Fyrir liggja drög að Forvarnastefnu Fljótsdalshéraðs 2014-2018. Jafnframt liggur fyrir til kynningar skýrslan "Ungt fólk - grunnskólar 2014, Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði. Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014."

Málinu frestað og verður tekið upp aftur á næsta fundi nefndarinnar.

8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og frístundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406127

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015 sem unnin var af þáverandi nefnd. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal 4. júlí 2014

Málsnúmer 201407052

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 4. júlí 2014.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.