Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

41. fundur 15. apríl 2014 kl. 17:00 __________
Nefndarmenn
  • Halldór B. Warén starfsmaður
  • Stefán Berg Ragnarsson aðalmaður
  • Ása Jónsdóttir aðalmaður
  • Erla Gunnlaugsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Halldór Waren

1.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027Vakta málsnúmer

Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva, mætti á fundinn og kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var í 7.-10. bekk grunnskólanna á Fljótsdalshéraði. Þáttaka í henni var góð og niðurstöður nokkuð ótvíræðar. Þar kemur fram að meirihluti nemenda er fylgjandi sameiningu félagsmiðstöðvanna í öllum fjórum skólunum. Varðandi staðsetningu sameinaðar félagsmistöðvar voru 73% svarenda á því að hún ætti að vera í Nýung.

Ungmennaráð telur að félagsleg hagræðing af sameiningu miðstöðvanna sé ótvíræð, krakkar af öllu Héraði kynnast og meiri stemning myndast og minni hætta er á skiptingu milli "hvverfa". Hægt væri að nýta Sláturhúsið undir vissa stærri viðburði.
Passa verður samt sem áður að í hverjum skóla fyrir sig verði vísir að tómstundarstarfi / aðstöðu sem ætti að vera auðvelt ef til sameinginar kemur vegna minni húsaleigu.

Ungmennaráð spyr: Hver er hagræðingin og hvað sparast. Verður málaflokkurinn skorinn niður sem því nemur eða verður fjármagn nýtt í að byggja upp eins og áður segir sem tómstundareiningar í skólunum og tómstundarstarf innan skólanna eftir hefðbundinn skólatíma, ásamt því að leggja meiri metnaði í að gera Nýjung betri stað til að vera á?

2.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100Vakta málsnúmer

Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs lesin yfir (sjá fylgiskjal), sérstaklega bent á kafla um íþróttir og tómstundastarf.

Ungmennaráð telur að þurfi að jafna þá stöðu sem "kvenna og karla íþróttirnar" eru í. Ungmennaráði finnst að karla sportið njóti meiri athygli óháð árangri. Fundarritari bendir á mál tengd t.d. íslensku landsliðunum í knattspyrnu.
Niðurstaða: Fljótsdalshérað á að vera í forystu hvað varðar jafnrétti á sviðum íþrótta og tómstunda.

3.Önnur mál

Málsnúmer 201404129Vakta málsnúmer

Síðasti fundur ungmennaráðs verður í maí með smá út að borða og skýrslu frá Gumma sem sat ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, á Ísafirði 9.-11. apríl.

Fundi slitið.