Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

200. fundur 07. apríl 2014 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir og María Ósk Kristmundsdóttir sátu fundinn undir fyrsta lið á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormsson og Þórður Mar Þorsteinsson sátu fundinn undir liðum 5 til 10. Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva, sat fundinn undir liðum 2-4. Forstöðumenn mættu undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnanir sérstaklega.

1.Frumdrög að fjárhagsáætlun Tjarnarskógar 2015

Málsnúmer 201404049Vakta málsnúmer

Sigríður Herdís Pálsdóttir fylgdi úr hlaði drögum að áætlun fyrir leikskólann Tjarnarskóg 2015. Fræðslunefnd óskar eftir að reiknaður verði kostnaður við starfsmannafundi í leikskólunum. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar nefndarinnar.

2.Starfsemi félagsmiðstöðvanna janúar - mars 2014

Málsnúmer 201404044Vakta málsnúmer

Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva mætti á fundinn og ræddi starfsemi félagsmiðstöðvanna Afreks og Nýungar og fór yfir skrásettar mætingar ungmenna úr 7.-10. bekk það sem af er árinu.

3.Frumdrög að fjárhagsáætlun félagsmiðstöðva 2015

Málsnúmer 201404043Vakta málsnúmer

Árni Heiðar Pálsson fylgdi úr hlaði drögum að áætlun fyrir félagsmiðstöðvarnar Afrek og Nýung 2015. Endanleg afgreiðsla áætlananna bíður afgreiðslu heildaráætlunar nefndarinnar.

4.Umsókn um styrk til tölvukaupa til félagsmiðstöðvanna Nýungar og Afreks.

Málsnúmer 201404040Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd þakkar nemendaráði félagsmiðstöðvanna erindið og samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins. Styrkveitingin færist á lið 04-09. Samþykkt samhljóða.

5.Frumdrög að fjárhagsáætlun Fellaskóla 2015

Málsnúmer 201404039Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson fylgdi úr hlaði drögum að áætlun fyrir Fellaskóla 2015. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar nefndarinnar.

6.Frumdrög að fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2015

Málsnúmer 201404037Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir fylgdi úr hlaði drögum að áætlun fyrir Egilsstaðaskóla 2015. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar nefndarinnar.

7.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201404042Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.

8.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Í fundargerðinni kemur fram að skólaráð leggur ríka áherslu á að lokið verði við frágang skólalóðarinnar við Egilsstaðaskóla og að verkið verði sett á þriggja ára áætlun. Fræðslunefnd fer þess á leit við grunnskólastjóra að fjalla um tillögu skólaráðs Egilsstaðaskóla um að hafin verði innleiðing á kennslu með spjaldtölvum fyrir nemendur í 8.-9. bekk á Fljótsdalshéraði og skila mati á tillögunni til fræðslunefndar.

9.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

10.Frumdrög að fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2015

Málsnúmer 201404038Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi úr hlaði drögum að áætlun fyrir Brúarásskóla 2015. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar nefndarinnar.

11.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti ákvæði jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs 2013.

Fundi slitið - kl. 20:15.