Félagsmálanefnd

120. fundur 16. september 2013 kl. 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Drög að endurnýjaðri jafnréttisáætlun kynnt. Starfsmanni falið að leggja áætlunina að nýju fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1301119

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu

3.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201306104

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu

4.Húsaleigubætur

Málsnúmer 201209089

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu

5.Rafræn framlenging leigusamninga við Félagsstofnun stúdenta

Málsnúmer 201309018

Bréfaskrif vegna rafrænna framlenginga húsaleigubóta lögð fram og samþykkt að leita álits Velferðarráðuneytisins varðandi breytta starfshætti Félagsstofnunar stúdenta.

6.Viðbótarfjármagn v málefna fatlaðs fólks fyrir árið 2013.

Málsnúmer 201309068

Félagsmálanefnd samþykkir viðbætur við rekstraráætlun 02 Félagsþjónusta vegna aukinnar þjónustu árið 2013 skv. lið 02 50 og 02 52. Fjármagnið greiðist úr B deild Skólaskrifstofu Austurlands vegna málefna fatlaðs fólks.

7.Yfirlit yfir fjölda tíma og umfang félagslegrar heimaþjónustu.

Málsnúmer 201309069

Yfirlit yfir umfang og eðli félagslegrar heimaþjónustu á Fljótsdalshéraði árið 2011, 2012 og fyrstu sjö mánuði ársins 2013 lagt fram til kynningar. Þar kemur meðal annars fram að alls 47 heimili fengu félagslega heimaþjónustu 31. júlí sl. Flestir sem nutu þjónustunnar á þessum tíma eða 24 eru eldri borgarar, 19 öryrkjar og fjórir einstaklingar sem falla ekki undir ofangreinda tvo hópa fengu áðurnefnda þjónustu.

8.Starfsmannamál

Málsnúmer 201309026

Félagsmálastjóri kynnti nefndinni bréf frá trúnaðarmanni Stólpa sem ritað var til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 5. september sl. Einnig voru nefndinni kynntar athugasemdir félagsmálastjóra til bæjarstjórnar vegna erindisins.

9.Launaáætlun fyrir tímabilið janúar til ágúst 2013 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer 201309070

Launaáætlun fyrir tímabilið janúar til og með ágúst lögð fram til kynningar.

10.Drög að fjárhagsáætlun ársins 2014.

Málsnúmer 201309071

Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 lögð fram. Ákveðið að boða til aukafundar síðar í september vegna áætlunargerðarinnar.

Fundi slitið.