Drög að fjárhagsáætlun ársins 2014.

Málsnúmer 201309071

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 120. fundur - 16.09.2013

Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 lögð fram. Ákveðið að boða til aukafundar síðar í september vegna áætlunargerðarinnar.

Félagsmálanefnd - 121. fundur - 30.09.2013

Drög að fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2014 til umfjöllunar.
Við umfjöllun og afgreiðslu rammaáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2014, afgreiddi bæjarráð tíu milljóna króna niðurskurðarkröfu, miðað við fyrirliggjandi tillögu félagsmálanefndar. Með slíkum niðurskurði er ljóst að grípa þarf til verulegrar skerðingar á lögbundinni þjónustu félagsþjónustunnar.

Til þess að koma á móts við þessa niðurskurðarkröfu, hafa eftirfarandi þrír liðir verið lækkaðir:
02 02 Félagsmálanefnd
Akstursliður lækkaður um kr. 623 þúsund
02 04 Skrifstofa félagsmálastjóra
Uppsögn 100% stöðugildis ráðgjafa á skrifstofunni - kr 6,3 milljónir
Auk þess er lækkaður kostnaður vegna námskeiða og handleiðslu starfsfólks um kr. 700 þúsund
02 11 Fjárhagsaðstoð
Þessi kostnaðarliður er lækkaður um kr. 1.0 miljón

Komi til þessara aðgerða vill nefndin benda á að lögbundin þjónusta sveitarfélagsins skerðist, s.s. barnaverndarvinnsla, fjárhagsleg aðstoð, heimaþjónusta og liðveisla. Barnverndarmálum á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs hefur fjölgað á árinu 2013, auk þess sem mörg þessara mála hafa verið tímafrek og snúin í vinnslu. Þörf fyrir félagslega heimaþjónustu og liðveislu hefur aukist mikið. Þörf fyrir uppeldislega- fjárhagslega sem og aðra persónulega ráðgjöf hefur aukist verulega. Eins og fram kemur í starfsáætlun félagsþjónustunnar er leitast við að veita faglega, skjóta og vandaða þjónustu til íbúa. Verði heilt stöðugildi ráðgjafa skrifstofunnar lagt niður er ljóst að um umfangsmikla breytingu er að ræða sem skerðir verulega þjónustu við íbúa þjónustusvæðisins og kemur til með að auka verulega álag á þá starfsmenn sem eftir sitja.

Fulltrúar Vopnafjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar í félagsmálanefnd gera verulegar athugasemdir við að niðurskurði sé hagað með þeim hætti að hann skerði þjónustu við íbúa í aðildarsveitarfélögum samningsins um félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs (Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Vopnafjarðarhrepps).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.