Göngu/hjólreiðastígur í Fellabæ

Málsnúmer 201310088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Erindið varðar fyrirhugaða endurnýjun á stofnlögn HEF frá Smiðjuseli að Lagarbraut í Fellabæ, sem áætlað er að vinna á næsta ári. Í því sambandi óskar HEF eftir samstarfi við Fljótsdalshérað um gerð hjólreiða- og göngustígs, sem þá yrði lagður samhliða stofnlögninni, líkt og gert var nú í haust þegar stofnlögn frá Norðurlandsvegi og upp brekkuna vestan Menntaskólans var endurnýjuð.

Málið er þegar komið í vinnslu hjá skipulags- og mannvirkjanefnd og verður afgreitt þar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Erindi dagsett 21.10.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri HEF ehf. vekur athygli á fyrirhugaðri endurnýjun á stofnlögn hitaveitunnar frá Lagarbraut að Smiðjuseli í Fellabæ. HEF óskar eftir samvinnu sveitarfélagsins, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram þjóðveginum samhliða framkvæmd við endurnýjun á stofnlögninni. Fyrir liggur teikning sem sýnir staðsetningu stofnlagnarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni áður en sótt verður um fjármagn til Vegagerðarinnar í fyrirhugaðan göngustíg. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Erindi dagsett 21.10.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri HEF ehf. vekur athygli á fyrirhugaðri endurnýjun á stofnlögn hitaveitunnar frá Lagarbraut að Smiðjuseli í Fellabæ. HEF óskar eftir samvinnu sveitarfélagsins, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram þjóðveginum samhliða framkvæmd við endurnýjun á stofnlögninni. Fyrir liggur teikning sem sýnir staðsetningu stofnlagnarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni áður en sótt verður um fjármagn til Vegagerðarinnar í fyrirhugaðan göngustíg. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 107. fundur - 11.12.2013

Erindi dgsett 03.12.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs, í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar, einnig verði leitað til Vegagerðinnar um gerð göngustígsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Erindi dagsett 03.12.2013, þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar, einnig verði leitað til Vegagerðinnar um gerð göngustígsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 113. fundur - 26.03.2014

Erindi dgsett 03.12.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs, í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.
Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Lagt fram til kynningar.