Erindið varðar fyrirhugaða endurnýjun á stofnlögn HEF frá Smiðjuseli að Lagarbraut í Fellabæ, sem áætlað er að vinna á næsta ári. Í því sambandi óskar HEF eftir samstarfi við Fljótsdalshérað um gerð hjólreiða- og göngustígs, sem þá yrði lagður samhliða stofnlögninni, líkt og gert var nú í haust þegar stofnlögn frá Norðurlandsvegi og upp brekkuna vestan Menntaskólans var endurnýjuð.
Málið er þegar komið í vinnslu hjá skipulags- og mannvirkjanefnd og verður afgreitt þar.
Erindi dagsett 21.10.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri HEF ehf. vekur athygli á fyrirhugaðri endurnýjun á stofnlögn hitaveitunnar frá Lagarbraut að Smiðjuseli í Fellabæ. HEF óskar eftir samvinnu sveitarfélagsins, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram þjóðveginum samhliða framkvæmd við endurnýjun á stofnlögninni. Fyrir liggur teikning sem sýnir staðsetningu stofnlagnarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni áður en sótt verður um fjármagn til Vegagerðarinnar í fyrirhugaðan göngustíg. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með HEF.
Erindi dagsett 21.10.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri HEF ehf. vekur athygli á fyrirhugaðri endurnýjun á stofnlögn hitaveitunnar frá Lagarbraut að Smiðjuseli í Fellabæ. HEF óskar eftir samvinnu sveitarfélagsins, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram þjóðveginum samhliða framkvæmd við endurnýjun á stofnlögninni. Fyrir liggur teikning sem sýnir staðsetningu stofnlagnarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni áður en sótt verður um fjármagn til Vegagerðarinnar í fyrirhugaðan göngustíg. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með HEF.
Erindi dgsett 03.12.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs, í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar, einnig verði leitað til Vegagerðinnar um gerð göngustígsins.
Erindi dagsett 03.12.2013, þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar, einnig verði leitað til Vegagerðinnar um gerð göngustígsins.
Erindi dgsett 03.12.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs, í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.
Málið er þegar komið í vinnslu hjá skipulags- og mannvirkjanefnd og verður afgreitt þar.