Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

107. fundur 11. desember 2013 kl. 17:00 - 19:40 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er Eyvindará lóð 3, og verður sá liður númer 13 í dagskránni.

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt

Málsnúmer 201312018

Erindi dagsett 30.10.2013 þar sem Margrét Brynjólfsdóttir kt.151255-0009 og Gunnar Smári Björgvinsson kt.290655-4209, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um að stofnað verði lögbýli á Hafrafelli 2. Vísað er til gagna sem tengjast erindi til sveitarfélagsins, sem Jón Jónsson hrl.sendi nýlega fyrir hönd aðila vegna áðurgreinds eignaskiptasamnings um jörðina Hafrafell.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að Hafrafell 2 uppfylli skilyrði um lögbýli og gerir því ekki athugasemd við lögbýlisréttur verði heimilaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.




2.Eyvindará lóð 3

Málsnúmer 201312035

Erindi dagsett 9.12.2013 þar sem Anna Birna kt.091048-4189 Snæþórsdóttir og Vernharður Vilhjálmsson kt.030539-3469 óska eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir breytingu á lóðunum Eyvindará lóð 13 og Eyvindará lóð 3, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fráveitumál, blágrænar ofanvatnslausnir

Málsnúmer 201311116

Til umræðu og kynningar eru svokallaðar "blágrænar ofanvatnslausnir", sem snýst um að koma regnvatni frá svæðum án hefðbundinna fráveitulagna. Málið var áður á dagskrá 27.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við hitaveitustjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella um að fá kynningu á málefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





4.Umsókn um stækkun byggingalóðar

Málsnúmer 201303039

Fyrir liggur sundurliðaður kostnaður vegna framkvæmda við lóðina Fagradalsbraut 15.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að greiða aðra vegtenginguna og þökulagninguna utan lóðarmarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Krafa um bætur

Málsnúmer 201309078

Erindi dagsett 6.9.2013 þar sem Gísli M. Auðbergsson hrl. fyrir hönd Einars Dalberg Einarssonar kt.080567-3249, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til bótaskyldu og hvort sveitarfélagið sé tilbúið til að ganga til samninga um greiðslu bóta. Málið var áður á dagskrá 25.09.2013. Fyrir liggur sundurliðun kostnaðar við lagnir utanhúss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar í bókun nefndarinnar þann 25.9.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


6.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011

Tölvupóstur dags.26.11.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps, sendir drög að korti sem sýnir nýja afmörkun þess svæðis, sem fyrirhugað er að verði á náttúruminjaskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun svæðisins, sem fyrirhugað er að verði á náttúruminjaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


7.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

Málsnúmer 201307044

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofnagreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að athuga hvort 1/3 af upphæðinni rúmist innan fjárhagsáætlunar 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Menntaskólinn, bílastæðamál

Málsnúmer 201202074

Lagðar eru fram upplýsingar um stöðu framkvæmda við lóð Menntaskólans á Egilsstöðum.


Lagt fram til kynningar.


9.Endurnýjun á stofnlögn hitaveitu

Málsnúmer 201310088

Erindi dgsett 03.12.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Fljótsdalshéraðs, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar og gerð göngustígs, í tengslum við framkvæmdina, frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar, einnig verði leitað til Vegagerðinnar um gerð göngustígsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


10.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags. 5.12.2013. Staður eftirlits er Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 27.11.2013.

Í bókun Umhverfis- og héraðsnefndar leggur nefndin til að öll skógrækt verði framkvæmdarleyfisskyld skv. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.
Bæjarstjórn vísar erindinu því til skipulags- og mannvirkjanefndar með ósk um að nefndin yfirfari skilning og rökstuðning hennar varðandi land og landstærðir sem tekin eru til skógræktar og hvaða mörk á að setja varðandi framkvæmdaleyfisskyldu, með hliðsjón af 4. og 5. gr. reglugerðarinnar.

Málið er í vinnslu.


11.1.Umsókn um byggingarleyfi stækkun húsnæðis

Málsnúmer 201311127

Staðfest

11.2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201311145

Staðfest

11.3.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201306039

Staðfest

11.4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201312016

Staðfest

11.5.Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201312006

Staðfest

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 126

Málsnúmer 1312003

Lögð er fram 126. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, fundargerðin er í fimm liðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

13.Brúarásskóli orkumál

Málsnúmer 201304015

Lögð er fram bókun bæjarráðs, þar sem farið er fram á að skipulags- og mannvirkjanefnd kanni möguleika á að finna hagstæðari og umhverfisvænni leiðir til húshitunar í Brúarásskóla. málið var áður á dagskrá 27.11.2013.
Þórarinn Hrafnkelsson er með kynningu á varmadælum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Þórarni kynninguna. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:40.