Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 93. fundur - 10.04.2013

Erindi dagsett 27.03.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fyrir hönd sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs um að afmörkun náttúruverndarsvæðisins Ranaskógur og Gilsárgil, NM 618 í náttúruminjaskrá, verði breytt þannig að svæðið verði afmarkað eins og það var í upphafi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 24.04.2013

Erindi dagsett 27.03.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fyrir hönd sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs um að afmörkun náttúruverndarsvæðisins Ranaskógur og Gilsárgil, NM 618 í náttúruminjaskrá, verði breytt þannig að svæðið verði afmarkað eins og það var í upphafi.Málið var áður á dagskrá 10.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Erindi dagsett 27.03.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fyrir hönd sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs um að afmörkun náttúruverndarsvæðisins Ranaskógur og Gilsárgil, NM 618 í náttúruminjaskrá, verði breytt þannig að svæðið verði afmarkað eins og það var í upphafi. Málið var áður á dagskrá 10.04.2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti á fundi sínum 29. apríl að vísa málinu til bæjarstjórnar.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að afgreiða málið í samvinnu við hreppsnefnd Fljótsdalshrepps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Erindinu var vísað til bjarráðs frá bæjarstjórn til afgreiðslu, en áður hafði skipulags- og byggingarnefnd vísað málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fresta málinu til næsta fundar meðan aflað verði frekari upplýsinga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 24.07.2013

Erindinu vísað frá 236. fundi bæjarráðs.

Fram kom að svæðið er fært inn í aðalskipulag Fljótsdalshéraðs í samræmi við skráningu þess í náttúruminjaskrá. Í náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs, sem unnin er af Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi, kemur fram sú afstaða að ekki sé tilefni til þess að allt það svæði sem um ræðir sé inni á náttúruminjaskrá.

Bæjarráð leggur til að unnið verði sameiginlegt erindi Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps þar sem óskað er eftir að við útgáfu næstu náttúruminjaskrár verði skráningu svæðisins breytt til samræmis við ábendingar í náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að vísa tillögunni til umsagnar umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 10.12.2013

Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um málið. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá upplýsingar um tilurð svæðisins frá Umhverfisstofnun og nánari rök frá Fljótsdalshreppi fyrir breytingu á náttúruminjasvæði nr. 618.

Málið er í vinnslu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 107. fundur - 11.12.2013

Tölvupóstur dags.26.11.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps, sendir drög að korti sem sýnir nýja afmörkun þess svæðis, sem fyrirhugað er að verði á náttúruminjaskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun svæðisins, sem fyrirhugað er að verði á náttúruminjaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Tölvupóstur dags.26.11.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps, sendir drög að korti sem sýnir nýja afmörkun þess svæðis, sem fyrirhugað er að verði á náttúruminjaskrá.

Umfjöllun frestað meðan málið er enn í vinnslu hjá nefndum sveitarfélagsins.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 21.01.2014

Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps
Málið var áður á dagskrá 10.12.2013.
Erindi frá Fljótsdalshrepp þar sem lagt er til að breyta afmörkun náttúruminjasvæðisins í Ranaskógi og í Gilsárdal NM 618.

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir með Fljótsdalshrepp og Skógrækt Ríkisins að svæðið verði minnkað til upphaflegrar afmörkunar, þannig að gilið sjálft og eyrar þar fyrir neðan verði áfram á náttúruminjaskrá.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 10.12.2013.
Erindi frá Fljótsdalshrepp þar sem lagt er til að breyta afmörkun náttúruminjasvæðisins í Ranaskógi og í Gilsárdal NM 618.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sama sinnis og umhverfis- og héraðsnefnd sem tekur undir með Fljótsdalshreppi og Skógrækt Ríkisins að svæðið, eins og það er markað á korti, verði minnkað til upphaflegrar afmörkunar, þannig að gilið sjálft og eyrar þar fyrir neðan verði áfram á náttúruminjaskrá.
Skipulags- og mannvirkjanefnd afgreiddi málið á fundi sínum 11. des. sl. og var sömu skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Lagt fram svarbréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna beiðni Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um breytingu á mörkum svæðis 618, Ranaskógur - Gilsárgil, á náttúruminjaskrá.

Lagt fram til kynningar.