Umhverfis- og framkvæmdanefnd

62. fundur 25. janúar 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 155

Málsnúmer 1701007F

Lögð er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr.155 fyrir nefndina.

Lagt fram til kynningar.

2.Reglur eignasjóðs

Málsnúmer 201701056

Lagt er fyrir erindið Reglur eignasjóðs, til umræðu.

Undir þessum lið sitja Guðlaugur Sæbjörnsson, Hreinn Halldórsson og Kjartan Róbertsson.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að unnið verði að endurskoðun samþykktar um eignasjóð.
Ágústa Björnsdóttir, Árni Kristinsson, Kjartan Róbertsson, Guðlaugur Sæbjörnsson og Vífill Björnsson leggi fyrir drög að breyttri samþykkt að vinnu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Framkvæmdir á deiliskipulögðu svæði á landi í einkaeign.

Málsnúmer 201701112

Lagt er fyrir erindið Framkvæmdir á deiliskipulögðu svæði á landi í einkaeign, til umræðu.
Til umræðu er afstaða Umhverfis- og framkvæmdanefndar á framkvæmd á 39.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirspurn snýr að mögulegum framkvæmdum á deiliskipulögðu svæði sunnan við Egilsstaðaflugvöll, sem ætlað er fyrir verslun og þrifalega þjónustustarfsemi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að gengið verði til samninga við landeiganda á grundvelli 39.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2017

Málsnúmer 201701118

Lögð eru fram drög að Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2017.

Málið er í vinnslu.

5.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Til umfjöllunar er erindið Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum.
Erindið var síðast á dagskrá Umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 23.11.2016.

Hjálagt er úttekt Peter W. Jessen og minnispunktar.

Undir þessum lið sitja Hreinn Halldórsson og Kjartan Róbertsson.

Lagt fram til kynningar.

6.Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum

Málsnúmer 201701034

Lagt er fyrir erindið Tillaga að aðgerðaráætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna.

Undir þessum lið sitja Hreinn Halldórsson og Kjartan Róbertsson.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í endurnýjun á sparkvöllum við Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla á komandi sumri, til að svo geti orðið þá óskar nefndin eftir aukafjárveitingu til þessara verka.
Verið er að leita leiða til að vinna verkin í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns

Málsnúmer 201602100

Eftirfarandi bókun var á fundi Atvinnu- og menningarnefndar nr. 45, þann 9.janúar 2017:

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að tveir fulltrúar nefndarinnar og tveir fulltrúar umhverfis- og framkvæmdanefndar móti stefnu um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum og Fellabæ. Hópinn myndi Guðmundur Sveinsson Kröyer og Alda Ósk Harðardóttir fyrir hönd nefndarinnar. Óskað er eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefni tvo fulltrúa.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera drög að stofnskrá fyrir sjóð sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ár afmæli Egilsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Esther Kjartansdóttur og Pál Sigvaldason í starfshóp vegna vinnu við 70 ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611106

Á fundi Atvinnu- og menningarnefndar nr. 45 var eftirfarandi niðurstaða bókfærð:

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Gert verði ráð fyrir að hópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir 1. maí 2017. Starfshópinn myndi Þórður M. Þorsteinsson sem verði formaður hópsins, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Þorvaldur Hjarðar. Einnig er lagt til að umhverfis- og framkvæmdanefnd skipi einn fulltrúa í hópinn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd skipar Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011

Lagt fram svarbréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna beiðni Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um breytingu á mörkum svæðis 618, Ranaskógur - Gilsárgil, á náttúruminjaskrá.

Lagt fram til kynningar.

10.Landsáætlun - 3ja ára verkefnaáætlun 2018-2020

Málsnúmer 201701060

Lagt er fyrir erindið Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 20/2016, drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017.

Einnig er óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvaða verkefni talið er brýnt að ráðist verði í á ferðamannastöðum á næstu þremur árum auk áætlaðs heildarkostnaðar fyrir hvert og eitt þeirra.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Atvinnu- og menningarnefndar, á fundi nr. 46 (23.1.2017) um forgangsröðun á verkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skráning menningarminja - skil á gögnum

Málsnúmer 201701057

Lagt er fyrir erindi Minjastofnunar, Skráning menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum.
Minjastofnun kallar eftir skilaskyldum gögnum vegna skráningar menningarminja. Með skilaskyldum gögnum er átt við gögn sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir 1.janúar 2013.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að taka saman umbeðin gögn ef einhver eru og koma þeim til Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýli yfir vaska á tjaldsvæði

Málsnúmer 201701024

Lagt er fyrir erindi frá Austurför ehf. Skýli yfir vaska utaná húsi.
Til þess að bæta aðstöðu ferðamanna á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum óskar Austurför eftir því að sveitarfélagið byggji lítið skýli yfir vaska utaná húsi til þess að gestir tjaldsvæðisins geti staðið undir því þegar þeir vaska upp í rigningu og annari úrkomu.
Kostnaðaráætlun liggur nú fyrir.

Kjartan Róbertsson situr undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar framkvæmdinni á verkefnalista framkvæmda 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Sorporka - förgun sorps á umhverfisvænan og orkuskapandi hátt

Málsnúmer 201701111

Lagt er fyrir nefndina skýrsluna Sorporka, förgun sorps á umhverfisvænan og orkusparandi hátt, dags.janúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

14.Umsókn um byggingarleyfi / Selás 23

Málsnúmer 201604058

Lagt er fram erindi lóðarhafa Selás 23, tillögu að breytingum á Selás 23.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti á fundi nr. 56 að senda erindið í grenndarkynning skv.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til kl.15:00, mánudagsins 9.janúar 2017.

Athugasemdir bárust.

Á fundi nr. 61 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir og leggja hana fyrir næsta fund nefndarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið innsendar athugasemdir ásamt umsögn Skipulags- og byggingarfulltrúa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið,
jafnframt vill nefndin benda á 4.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem segir:
Hafi byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201701096

Lagt er fyrir erindið Umsókn um byggingarleyfi / breytingar á orlofshúsi nr.13 á Einarsstöðum, fastanr. 217-4992 / landnr. 157468.
Um er að ræða breytingar og stækkun á orlofshúsi, mannvirkið stækkar úr 45,9m2 í 66,3m2.

Ekki er að finna gildandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Einarsstöðum.

Það er mat nefndarinnar að breytingarnar séu óverulegar og varði ekki hagsmuni nágranna, nefndin felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn málsins skv. 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201701053

Lagt er fyrir umsókn um skráningu nýrra landaeignar í fasteignaskrá.
Sótt er um að skrá nýja landeign úr Stakkabergi, landnúmer 201328 og skal heiti nýrra landeigna vera Stakkaberg 2.
Einnig breytist afmörkun landeignar Eyvindará 13 og við bætist aukin kvöð vegna aðgengis á landeign Eyvindará 13 og Stakkaberg.
Meðfylgjandi er umsóknareyðublað og mæliblað.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið.