Landsáætlun - 3ja ára verkefnaáætlun 2018-2020

Málsnúmer 201701060

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 46. fundur - 23.01.2017

Fyrir liggur erindið Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 20/2016, drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017.

Einnig er óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvaða verkefni talið er brýnt að ráðist verði í á ferðamannastöðum á næstu þremur árum auk áætlaðs heildarkostnaðar fyrir hvert og eitt þeirra.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á þriggja ára Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, verði eftirtalin verkefni hjá Fljótdalshéraði:
- Áfram verði unnið með Stórurð
- Áfram verði unnið með Fardagafoss
- Galtastaðir fram (á vegum Þjóðminjasafnsins)
- Ysti Rjúkandi
- Selskógur og Eyvindarárgil
- Kjarvalshvammur
- Útsýnisstaður á Fjarðarheiði
- Hjálpleysa
- Stapavík
- Sænautasel
- Laugavellir
- Héraðssandur
- Kóreksstaðavígi
- Geirsstaðakirkja

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Lagt er fyrir erindið Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 20/2016, drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017.

Einnig er óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvaða verkefni talið er brýnt að ráðist verði í á ferðamannastöðum á næstu þremur árum auk áætlaðs heildarkostnaðar fyrir hvert og eitt þeirra.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Atvinnu- og menningarnefndar, á fundi nr. 46 (23.1.2017) um forgangsröðun á verkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.