Atvinnu- og menningarnefnd

46. fundur 23. janúar 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir formaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Ásgrímur Ásgrímsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Davíð Þór Sigurðarson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Umsóknir um menningarstyrki janúar 2017

Málsnúmer 201612101

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki sem auglýstir voru til umsóknar á síðasta ári með umsóknarfresti til 16. desember 2016.

Alls bárust 29 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 9.5 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.670.000.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
-Félagsmiðstöðin Nýung, Dagur sköpunar kr. 200.000
-Tónlistarstundir, Tónlistarstundir 2017 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkjur kr. 270.000
-Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Sýning á textílverkum efir Guðnýju Marinósdóttur kr. 200.000
-Kvennakórinn Héraðsdætur, Ljóða- og lagakeppni og tónleikar kr. 150.000
-Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs, Námskeið og sýning félagsins kr. 100.000
-Kór Egilsstaðakirkju, Tónleikar og kórferðalag kr. 50.000
-Erla Dóra Vogler, Tónlistarskemmtun í Sláturhúsinu og Dyngju kr. 100.000
-Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Heiðarbýlin heimildaöflun og kvikmyndataka kr. 160.000
-Kvenfélag Hróarstungu, Pálsvaka, í tilefni 190 ára afmælis Páls Ólafssonar kr. 100.000
-Suncana Slamnig, Sembalhátíð í Vallanesi kr. 100.000
-Kammerkór Egilsstaðakirkju, Tónleikar Messías eftir Handel kr. 200.000
-Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Þjóðleikur á Austurlandi 2017 kr. 350.000
-Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Tónleikar og sýning í tilefni af100 ára ártíð Jóns Þórarinssonar tónskálds kr. 200.000
-Alona Pereeplytsia, Dansskóli og sýning kr. 250.000
-Sigurðardóttir ehf, Útvarp okkar allra námskeið og framleiðsla á útvarpsþáttum kr. 120.000
-Berglind Halldórsdóttir, Námskeið og tónleikar Lúðrasveitar og skólahljómsveitar Fljótsdalshéraðs kr. 150.000
-Bjarni Þór Haraldsson, Heiðurs- og yfirlitstónleikar Dio 75 ára með ungu fólki frá svæðinu kr. 150.000
-Menningarfélagið Tær, Danssýningin Macho Man kr. 100.000
-Leikfélagið Grímur, Trúðasýning fyrir börn kr. 150.000
-Listdans á Austurlandi, Dansnámskeið fyrir börn og fullorðna kr. 250.000
-Ólöf Björk Bragadóttir, Eyjasamfélög menningararfleifð listasmiðjur og sýning kr. 200.000
-Þroskahjálp á Austurlandi, Listahátíð án landamæra 2017 kr. 120.000

Þá verði Héraðsskjalasafn Austfirðinga styrkt um kr. 720.000, vegna sýningarinnar Egilsstaðir í 70 ár atvinnusaga og byggðaþróun, sem tekið verði af lið 0538.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Landsáætlun - 3ja ára verkefnaáætlun 2018-2020

Málsnúmer 201701060

Fyrir liggur erindið Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 20/2016, drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017.

Einnig er óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvaða verkefni talið er brýnt að ráðist verði í á ferðamannastöðum á næstu þremur árum auk áætlaðs heildarkostnaðar fyrir hvert og eitt þeirra.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á þriggja ára Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, verði eftirtalin verkefni hjá Fljótdalshéraði:
- Áfram verði unnið með Stórurð
- Áfram verði unnið með Fardagafoss
- Galtastaðir fram (á vegum Þjóðminjasafnsins)
- Ysti Rjúkandi
- Selskógur og Eyvindarárgil
- Kjarvalshvammur
- Útsýnisstaður á Fjarðarheiði
- Hjálpleysa
- Stapavík
- Sænautasel
- Laugavellir
- Héraðssandur
- Kóreksstaðavígi
- Geirsstaðakirkja

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns

Málsnúmer 201602100

Fyrir liggja drög að skipulagsskrá fyrir sjóð til að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða árið 2022.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi drög að skipulagsskrá fyrir sjóð til að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða árið 2022, verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2017

Málsnúmer 201701049

Ræddar voru tillögur að starfsáætlun 2017. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

5.Áfangastaðurinn Austurland, kynning

Málsnúmer 201701066

Kynnt voru ýmis gögn er varða verkefnið Áfangastaðurinn Austurland.

Fundi slitið.