Sjötíu ára afmæli Egilsstaða

Málsnúmer 201602100

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 31. fundur - 22.02.2016

Málið verður tekið til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 32. fundur - 07.03.2016

Í tilefni þess að 70 ár verða á næsta ári liðin frá því að kauptúnið á Egilsstöðum var stofnað samkvæmt lögum leggur atvinnu- og menningarnefnd til að skipulögð verði sérstök afmælisdagskrá á Ormsteiti á afmælisárinu og að efnt verði til samkeppni um gerð útilistaverks.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Í tilefni þess að 70 ár verða á næsta ári liðin frá því að kauptúnið á Egilsstöðum var stofnað samkvæmt lögum leggur atvinnu- og menningarnefnd til að skipulögð verði sérstök afmælisdagskrá á Ormsteiti á afmælisárinu og að efnt verði til samkeppni um gerð útilistaverks.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu atvinnu- og menningarnefndar og felur nefndinni að móta frekar hugmyndir að dagskrá og mögulegu útilistaverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 35. fundur - 09.05.2016

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 7. mars 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra leiðir til að halda samkeppni um gerð útilistaverks í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Samþykkt samljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra leiðir til að halda samkeppni um gerð útilistaverks í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 37. fundur - 06.06.2016

Fyrir liggja minnispunktar um leiðir til að halda samkeppni um gerð útilistaverks í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum. Nefndin fól starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra leiðir á fundi sínum 9. maí 2016.

Ativnnu og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra nánar leið tvö í fyrirliggjandi minnispunktum og leggja fyrir nefndina.

Jafnframt felur nefndin starfsmanni að þróa áfram hugmyndir um alþýðulistagarð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 40. fundur - 26.09.2016

Fyrir liggja tillögur frá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem þeim var falið að gera, um gerð útilistaverks og listagarðs, í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Málið er í vinnslu og stefnt að því að taka það fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 41. fundur - 24.10.2016

Fyrir liggja tillögur frá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem þeim var falið að gera, um gerð útilistaverks og alþýðulistagarðs, í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. september 2016.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að mótuð verði stefna um hlutverk Lómatjarnargarðsins og uppbyggingu hans m.a. sem alþýðulistagarðs. Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi minnispunkta um garðinn.

Nefndin leggur jafnframt til að stofnaður verði sérstakur sjóður sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilstaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Fyrir liggja tillögur frá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem þeim var falið að gera, um gerð útilistaverks og alþýðulistagarðs, í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. september 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að mótuð verði stefna um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum, svo sem Lómatjarnargarðs og Skjólgarðs auk annarra svæða sem ástæða þykir að falli undir slíka vinnu. Litið verði til uppbyggingar á sérstökum alþýðulistagarði. Atvinnu- og menningarnefnd er falið að halda utan um verkefnið í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði sérstakur sjóður sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (Þ.M.Þ.)

Atvinnu- og menningarnefnd - 45. fundur - 09.01.2017

Á fundi bæjarstjórnar 2. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
Bæjarstjórn samþykkir að mótuð verði stefna um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum, svo sem Lómatjarnargarðs og Skjólgarðs auk annarra svæða sem ástæða þykir að falli undir slíka vinnu. Litið verði til uppbyggingar á sérstökum alþýðulistagarði. Atvinnu- og menningarnefnd er falið að halda utan um verkefnið í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði sérstakur sjóður sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að tveir fulltrúar nefndarinnar og tveir fulltrúar umhverfis- og framkvæmdanefndar móti stefnu um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum og Fellabæ. Hópinn myndi Guðmundur Sveinsson Kröyer og Alda Ósk Harðardóttir fyrir hönd nefndarinnar. Óskað er eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefni tvo fulltrúa.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera drög að stofnskrá fyrir sjóð sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ár afmæli Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 46. fundur - 23.01.2017

Fyrir liggja drög að skipulagsskrá fyrir sjóð til að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða árið 2022.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi drög að skipulagsskrá fyrir sjóð til að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða árið 2022, verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Eftirfarandi bókun var á fundi Atvinnu- og menningarnefndar nr. 45, þann 9.janúar 2017:

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að tveir fulltrúar nefndarinnar og tveir fulltrúar umhverfis- og framkvæmdanefndar móti stefnu um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum og Fellabæ. Hópinn myndi Guðmundur Sveinsson Kröyer og Alda Ósk Harðardóttir fyrir hönd nefndarinnar. Óskað er eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefni tvo fulltrúa.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera drög að stofnskrá fyrir sjóð sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ár afmæli Egilsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Esther Kjartansdóttur og Pál Sigvaldason í starfshóp vegna vinnu við 70 ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 49. fundur - 06.03.2017

Fyrirkomulag afmælisins til umræðu. Málið í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 395. fundur - 28.08.2017

Rætt um afmælið, sem haldið var uppá í tengslum við Ormsteiti og einnig hugmyndir að verkefnum sem komið hafa upp í tengslum við afmælið.

Bæjarráð felur atvinnu- og menningarfulltrúa og skrifstofustjóra að útfæra frekar hugmynd um kaffisamsæti fyrir jafnaldra þéttbýlisins.