Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

233. fundur 02. mars 2016 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Gunnar Jónsson forseti
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Skúli Björnsson varamaður
 • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fundur Bæjarstjórnar með Ungmennaráði var haldinn kl. 15:00. og stóð til kl. 16:40.

Í upphafi fundar bar forseti upp þá tillögu að fyrst yrði tekinn fyrir liður 5 á dagskránni og var það samþykkt.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 331

Málsnúmer 1602011

Til máls tóku: Gunnar Jónsson,sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 1.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 1.7. Skúli Björnsson, sem ræddi lið 1.7. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 1.7. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.7. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.7 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.7.

Fundargerðin lögð fram.

1.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram.

1.2.Fundargerð 201.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201602101

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.3.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSA frá 16. febrúar 2016.

1.4.Fundargerðir samgöngunefndar.

Málsnúmer 201507036

Lögð fram fundargerð samgöngunefndar SSA frá 11. febrúar 2016.
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest, en vísað að öðru leyti til bókunar í lið 1.7 í þessari fundargerð.

1.5.Fundargerðir Ársala bs. 2016.

Málsnúmer 201602116

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar Ársala bs. sem haldinn var 6. febrúar 2016.

1.6.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

Málsnúmer 201601181

Afgreitt undir lið 5 í þessari fundargerð.

1.7.Þjóðvegur 1

Málsnúmer 201602103

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að ákvörðun um legu þjóðvegar nr.1 er á höndum Vegagerðarinnar.
Samþykkt hefur verið á síðustu aðalfundum SSA að Vegagerðin taki málið til skoðunar. Jafnframt hefur verið samþykkt á þessum fundum að vegaframkvæmdir í Skriðdal, Berufirði og heilsársvegur um Öxi séu forgangsverkefni í vegaframkvæmdum á Austurlandi. Bæjarstjórn leggur áherslu á að ráðherra hefur lagt málið fram til kynningar og hvetur sem flesta að koma sínum sjónarmiðum formlega á framfæri í þessu ferli.
Jafnframt ítrekar bæjarstjórn mikilvægi þess að þessi forgangsverkefni hljóti hið fyrsta staðfestingu í samgönguáætlun.
Bæjarstjórn leggur því þunga áherslu á að Alþingi samþykki án frekari tafa bæði fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlun, enda nauðsynlegt að eyða óvissu um næstu framkvæmdir í samgöngumálum á Austurlandi sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 31

Málsnúmer 1602009

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.4. og bar fram fyrirspurnir. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 2.4. og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.4 og Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 2.4.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Fyrir liggja drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem vinnuhópur atvinnu- og menningarnefndar hefur unnið að á undanförnum mánuðum og skilar nú af sér. Vinnuhópinn skipuðu þau Ragnhildur Rós Indriðadóttir (formaður),Esther Kjartansdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson, auk Óðins Gunnars sem var starfsmaður hópsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar vinnuhópnum vel unnin störf og óskar eftir umsögnum við stefnudrögin fyrir 1. apríl 2016, frá eftirfarandi aðilum: Nefndum sveitarfélagsins, skólastofnunum, menningarstofnunum og félagsmiðstöðvum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Umsókn um verkefnastyrk/Félag ljóðaunnenda á Austurlandi

Málsnúmer 201512096

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

2.3.Atvinnumálaráðstefna 2016

Málsnúmer 201512024

Málið er í vinnslu.

2.4.Ljóð á vegg 2016

Málsnúmer 201602109

Fyrir liggja reglur um framkvæmd verkefnisins Ljóð á vegg. Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að ljóðin sem sett voru á veggi á síðasta ári fái að standa áfram fram á vorið 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar óskar bæjarstjórn eftir að söfnin þrjú í Safnahúsinu, annars vegar og hins vegar leik- og grunnskólar sveitarfélagsins tilnefni fulltrúa sína í stjórn verkefnisins Ljóð á vegg. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ljóðin sem sett voru á veggi á síðasta ári fái að standa áfram fram á vorið 2017.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var á móti (SBS)

2.5.Sjötíu ára afmæli Egilsstaða

Málsnúmer 201602100

Í vinnslu.

2.6.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023

Málið er í vinnslu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41

Málsnúmer 1602014

Til máls tóku: Árni Kristinsson,sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem bar fram tvær fyrirspurnir við liði 3.1 og 3.12. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1, 3.12 og liði 3.15 til 3.18. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.1 og 3.12 og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1 og 3.12 og bar fram tillögu. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.12. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.12. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.12. Skúli Björnsson, sem ræddi lið 3.12 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.12.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Ormahreinsun

Málsnúmer 201501269

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að í stað þess að auglýsa ormahreinsun gæludýra þá verði skráðum hunda- og kattaeigendum sent bréf með góðum fyrirvara þar sem gefnar eru upp tímasetningar ormahreinsunar. Jafnframt samþykkt að listi yfir leyfishafa skráningarskyldra dýra verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Viðhaldsverkefni fasteigna 2016

Málsnúmer 201602117

Í vinnslu.

3.3.Landbúnaðarmál 2016

Málsnúmer 201602119

Í vinnslu.

3.4.Svæðisáætlun um meðferð úrgangs

Málsnúmer 201602120

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er hafin vinna við endurskoðun svæðisáætlunar um meðferð úrgangs, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar að hafin verði vinna við endurskoðunina í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Fundargerð 127. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201602094

Lagt fram til kynningar.

3.6.Uppsalir í Eiðaþinghá Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201411045

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagslaga nr.123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SB)

3.7.Uppsalir deiliskipulag 2015

Málsnúmer 201502061

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Uppsali Fljótsdalshéraði, deiliskipulagsmörkin eru eins og sýnt er á tillögunni. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 08.11. 2014 og í greinargerð dags. 18.02. 2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir 16 íbúðahúsalóðir. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SB)

3.8.Tillaga til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum 328. mál.

Málsnúmer 201602105

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

3.9.Húsfélagið Hömrum 7, vegna vatnsveðurs 28.12.2015

Málsnúmer 201602114

Í vinnslu.

3.10.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201602087

Lagt fram til kynningar.

3.11.Landbótasjóður 2016

Málsnúmer 201602085

Lögð er fram fundargerð 76. fundar Landbótasjóðs Norðurhéraðs dagsett 21.01. 2016 og 77. fundar dagsett 03.02. 2016 ásamt ársreikningi 2015.

Lagt fram til kynningar.

3.12.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

Málsnúmer 201601068

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum.
Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. Málið var áður á dagskrá 10.02. 2016. Fyrir liggja upplýsingar um óbyggðar lóðir í sveitarfélaginu.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram frestunartillögu.
1 greiddi henni atkvæði (SBS) 4 voru á móti (AA. SB. ÁK. GSK) 4 sátu hjá (GJ. ÞMÞ. KJ. og PS.)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að nýtt verði ákvæði í lögum um gatnagerðargjöld, til lækkunar gatnagerðargjalda á öllum óbyggðum íbúðarhúsalóðum, skv. lista yfir lausar lóðir, í þéttbýlinu við Fljótið og á Hallormsstað. Lækkunin verði 50% af reiknuðum gatnagerðargjöldum, heimildin gildi frá 5. mars til 31. desember 2016. Heimild þessi er ekki afturvirk.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi gerði grein fyrir atkvæði sínu.

3.13.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Lögð er fram bókun stjórnar yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar dagsett 17. febrúar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að endurnýjun á dekkjakurli í knattspyrnuvöllum og sparkvöllum er í athugun með tilliti til skaðsemi. Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar leggur bæjarstjórn til að málefni gervigrasvallanna verði tekið upp á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.14.Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9

Málsnúmer 201506112

Í vinnslu.

3.15.Miðás 17 skil á lóð

Málsnúmer 201602129

Erindi dagsett 18.02. 2016 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. kt. 680388-1489 óskar eftir að skila inn lóðinni Miðás 17.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.16.Miðás 39 skil á lóð

Málsnúmer 201602130

Erindi dagsett 19.02. 2016 þar sem Þröstur Stefánsson f.h. Þ.S. Verktaka ehf. kt. 410200-3250 óskar eftir að skila inn lóðinni Miðás 39.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.17.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201602131

Erindi dagsett 19.02. 2016 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. kt. 680388-1489 sækir um lóðina Miðás 39 sem geymslulóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Héraðsverks ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.18.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201602132

Erindi dagsett 19.02. 2016 þar sem Þröstur Stefánsson f.h. Kraftís ehf. kt. 690606-2320 sækir um lóðina Miðás 17 til byggingar sandgeymslu eða samsvarandi byggingar. Einnig er fyrirhugað að nýta hluta lóðarinnar sem geymslulóð samkvæmt skilgreiningu í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Kraftís ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.19.Loftslagsverkefni Landverndar

Málsnúmer 201411111

Erindi frá Landvernd dagsett 20.11. 2014 þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í loftslagsverkefni Landverndar. Málið var áður á dagskrá 26.11. 2014.
Fyrirhugað er að halda kynningarfund um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að haldinn verði íbúafundur þar sem loftslagsverkefnið verði kynnt. Stefnt skal á að halda fundinn fimmtudaginn 17. mars 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 20.00

Málsnúmer 1602012

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.7 og vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi mögulegt vanhæfi Þórðar. Var vanhæfi Þórðar svo borið upp og úrskurðaði bæjarstjórn hann hæfan með 7 atkv. en 2 sátu hjá (GJ og ÞMÞ) Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.7 og bar fram fyrirspurn. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 4.7 og svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.7 og bar fram tillögu. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.7. og kynnti bókun. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.7. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.7. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.7 og bar fram tillögu. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.7 og dró til baka fyrri tillögu sína. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.7 Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.7 og Skúli Björnsson, sem ræddi lið 4.7.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Í vinnslu.

4.2.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs. Framlag til reksturs klúbbsins komi af lið 0685, samkvæmt áætlun og kr. 500.000 af lið 0683.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að myndaður verði starfshópur fjögurra einstaklinga, tveggja frá Fljótsdalshéraði og tveggja frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (GJ. og ÞMÞ.)

4.3.Fundargerð forvinnuhóps vegna unglingalandsmóts 2017, dagsett 8. febrúar 2016

Málsnúmer 201602075

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.4.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9. febrúar 2016

Málsnúmer 201602078

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.5.Hreyfiviðburður í sundlaugum

Málsnúmer 201602049

Fyrir liggur bréf, dagsett 3. febrúar 2016, frá heilsueflingarnefnd Alcoa Fjarðaáls þar sem óskað er eftir samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að hvetja íbúa til að synda og styrkja um leið hjúkrunarheimilið Dyngju. (laugardagspartý í maí) Gert er ráð fyrir að sams konar verkefni fari fram í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði. Alcoa leggur til ákveðna styrktarfjárhæð en sveitarfélagið býður frítt í sund ákveðinn dagpart í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og fagnar erindinu og samþykkir að frítt verði í sundlaugina á Egilsstöðum þennan tiltekna laugardagpart milli kl. 13 og 16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Stofnun undirbúningsnefndar fyrir Unglingalandsmót 2017

Málsnúmer 201602069

Fyrir liggur bréf dagsett 21. janúar 2016, undirritað af Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA, þar sem óskað er eftir formlegu samstarfi um undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts 2017, meðal annars með stofnun unglingalandsmótsnefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði frá formlegum samningi um unglingalandsmótið. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri sitji í unglingalandsmótsnefnd sem og tveir starfsmenn sveitarfélagsins, sem bæjarstjóri tilnefnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 1. október 2015, með óskum um svör við spurningum um, annars vegar, hvort ekki sé tímabært að bjóða út rekstur Héraðsþreks og hins vegar, um aðskilnað gjaldskrár Héraðsþreks og sundlaugar. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 12. október 2015, þar sem spurt er út í afslætti starfsmanna sveitarfélagsins og fyrirtækja af kortum í Héraðsþrek, forsendur þeirra og samkeppnissjónarmið.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015 og 27. janúar 2016.

Varðandi útboð á rekstri Héraðsþreks þá ítrekar bæjarstjórn að engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á núverandi rekstrarfyrirkomulagi Héraðsþreks, sbr. bókun íþrótta- og tómstundanefndar frá 28. október 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að núverandi fyrirkomulagi á reglum um niðurgreiðslu vegna þátttöku starfsfólks sveitarfélagsins í líkamsrækt verði breytt. En þær hafa verið að mestu óbreyttar í um tíu ár. Breytingin felst í því að starfsfólk sveitarfélagsins fái hreyfi- og heilsueflingarstyrk að upphæð kr. 20.000 á ári sem hægt verði að nota við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, skíðasvæðum, til greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbb sem og annarrar hreyfingar t.d. jóga. Styrkurinn fáist greiddur gegn framvísun greiðslukvittunar sem er a.m.k. jafnhá og styrkurinn. Fyrirkomulag þetta á, eins og áður, við um starfsfólk sveitarfélagsins sem er í meira en 25% starfi. Þetta fyrirkomulag taki gildi frá og með 1. janúar 2017.

Þá leggur samþykkir bæjarstjórn að líkamsræktarstöðvum í sveitarfélaginu (þ.m.t. Héraðsþreki) verði boðið að kaupa aðgang að sundlauginni á Egilsstöðum á sama verði sé hann hluti af aðgangi í líkamsræktarstöð.
Einnig að fyrirkomulag afláttarkorta til fyrirtækja vegna Héraðsþreks (og sunds) verði einfaldað og samræmt.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að stakt gjald í Héraðsþrek verði óbreytt. Verð á kortum í Héraðsþrek verði einnig óbreytt.

Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi, vegna gjaldskrár sundlaugarinnar á Egilsstöðum:
Stakt sundgjald hækki úr kr. 600 í kr. 700 frá og með 1. maí 2016.
Stakt gjald fyrir börn á grunnskólaaldri verði óbreytt, kr. 270.
Frítt verði áfram í sund fyrir börn sem ekki eru byrjuð í grunnskóla.
Grunnskólabörn á Fljótsdalshéraði fá frítt í sund, eins og verið hefur.
67 ára og eldri og öryrkjar greiði kr. 300 fyrir stakt gjald.
67 ára og eldri og öryrkjar með lögheimili á Fljótsdalshéraði fái áfram frítt í sund.


Fram kom tillaga um að vísa málinu til bæjarráðs.

Sú tillaga samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þórður Mar Þorsteinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og dró til baka bókun sína vegna þessa liðar sem hann hafði áður kynnt.

4.8.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Vísað er til bókunar í lið 3.13 í þessari fundargerð.

5.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

Málsnúmer 201601181

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti málið lagði fram drög að bókun. Guðmundur Kröyer,sem kynnti bókun sína og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Páll Sigvaldason, Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurn, Gunnar Jónsson og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Lagður fram kaupsamningur við Búnaðarfélag og Kvenfélag Eiðaþinghár, um kaup félaganna á barna- og leikskólanum á Eiðum. Kaupverð samkvæmt samningum er 23 milljónir króna.
Einnig lagður fram samningur um afnot af íþróttasvæðinu á Eiðum og samningur um fjarvarmaveituna, sem staðsett er í húsnæði barnaskólans og lok starfsemi hennar.
Báðir þessir samningar eru fylgiskjöl með kaupsamningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir ofangreindan kaupsamning og felur bæjarstjóra að ganga formlega frá honum, ásamt fylgigögnum, til þinglýsingar.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (G.S.K.)

Guðmundur Kröyer lagði fram eftirfarandi bókun:
Þegar sveitarfélag ákveður að selja fasteignir sínar tel ég það réttara verklag að það auglýsi söluna í opnu ferli á almennum markaði. Með því fá fleiri aðilar tækifæri til að bjóða í hina auglýstu fasteign sem skapar möguleika á að hámarka ávinning sveitarfélagsins á sölunni. Að mínu mati á þetta verklag að vera til staðar um allar fasteignir sem fara í söluferli hjá sveitarfélaginu. Nú er verið að selja grunn- og leikskólann á Eiðum án auglýsingar. Ég er ekki á móti sölunni sem slíkri og tel Kven- og Búnaðarfélag Eiðaþinghár verðuga eigendur að þessum eignum. En ég tel forsendur að þessu söluferli, sem samþykkt var í bæjarstjórn í júní 2012, byggjast á veikum grunni, sem getur kallað á ákveðna tortryggni í samfélaginu. Það er óljóst og tilviljunarkennt að mínu mati og því hef ég ákveðið að sitja hjá við þessa afgreiðslu.

6.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016

Málsnúmer 201602152

Lagt fram fundarboð Aðalfundar HEF, sem haldinn verður á Hótel Héraði fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 17:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að aðalmenn í bæjarstjórn, eða varamenn í forföllum þeirra, fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum, í hlutfalli við mætingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:15.