Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035

Íþrótta- og tómstundanefnd - 16. fundur - 11.11.2015

Fyrir liggja samningar við eftirfarandi félög sem renna út í lok þessa árs: Ásinn, Þristinn, Start, Golfklúbb Fljótsdalshéraðs, Héraðsskáta, Skotfélag Austurlands, Hött og Hött rekstrarfélag.
Á fundinn undir þessum lið mættu Kristján Guðþórsson og Gunnlaugur Guðjónsson.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að formanni og starfsmanni verði falið að gera drög að nýjum samningum við þessi félög og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 17. fundur - 27.01.2016

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að samningar við eftirfarandi íþróttafélög verði endurnýjaðir:
Íþróttafélagið Hött, Hött rekstrarfélag, Ungmennafélagið Þristinn og Akstursíþróttaklúbbinn Start.
Einnig felur nefndin formanni og starfsmanni nefndarinnar að ganga frá nýjum samningi við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs til eins árs. Jafnframt óskar nefndin eftir að fulltrúar golfklúbbsins mæti á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 18. fundur - 24.02.2016

Fulltrúar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þeir Stefán Sigurðsson og Kári Jósefsson, mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir starfsemi og rekstur golfklúbbsins.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningsdrög við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs verði samþykkt. Framlag til rekstur klúbbsins komi af lið 0685, samkvæmt áætlun og kr. 500.000 af lið 0683.

Jafnframt leggur nefndin til að myndaður verði starfshópur fjögurra einstaklinga, tveggja frá Fljótsdalshéraði og tveggja frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs. Framlag til reksturs klúbbsins komi af lið 0685, samkvæmt áætlun og kr. 500.000 af lið 0683.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að myndaður verði starfshópur fjögurra einstaklinga, tveggja frá Fljótsdalshéraði og tveggja frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (GJ. og ÞMÞ.)

Íþrótta- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.03.2016

Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt til að myndaður verði starfshópur sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fulltrúar Fljótsdalshéraðs skipi eftirtaldir aðilar: Adda Birna Hjálmarsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson og Gunnar Þór Sigurbjörnsson. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur þegar tilnefnt sína fulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt til að myndaður verði starfshópur sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela íþrótta- og tómstundanefnd að vinna drög að nýjum samningi við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar verði skipaðir sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs í starfshóp sem vinni framtíðarstefnumótun fyrir golfstarfsemi í sveitarfélaginu; Adda Birna Hjálmarsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Þór Sigurbjörnsson og Jónína Brynjólfsdóttir. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur þegar tilnefnt sína fulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 27. fundur - 25.01.2017

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að samningur um rekstur Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður ógreyttur fyrir árið 2017. Jafnframt verði unnið að lengri tíma samningi við golfklúbbinn, með nýrri stjórn klúbbsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.