Íþrótta- og tómstundanefnd

27. fundur 25. janúar 2017 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Fyrir liggur bréf dagsett 27. október 2016 frá CF Austur ehf þar sem m.a. kemur fram ósk um að kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að CF Austur kaupi eða taki yfir rekstur Héraðsþreks.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að óska efir ársreikningi CF Austur fyrir síðasta ár og frekari gögnum vegna hugmynda um þjónustu og rekstur Héraðsþreks. Óskað er eftir að fulltrúi CF Austur kynni þessi gögn á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Verkefnastjóri íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála

Málsnúmer 201612009

Gerð var grein fyrir ráðningu Bylgju Borgþórsdóttur í starf verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði, sem auglýst var til umsóknar með umsóknarfresti til 21. desember 2016.
Alls sóttu 7 um starf verkefnastjóra. Umsækjendur voru auk Bylgju, Birna Björk Reynisdóttir, Katrín Reynisdóttir, Lárus Páll Pálsson, Lovísa Hreinsdóttir, Reynir Hólm Gunnarsson, Sonja Ólafsdóttir.

Íþrótta- og tómstundanefnd býður Bylgju velkomna til starfa.

3.Frístundastyrkir

Málsnúmer 201612083

Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum í Barra 17. desember 2016 þar sem lagt er til að tekin séu upp frístundakort handa börnum í sveitarfélaginu.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að afla frekari gagna um fyrirkomulag frístundastyrkja í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt óskar nefndin eftir því að málið verði tekið fyrir í starfshópi sem nú er að störfum um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Frístundakort vegna íþrótta- og tómstundastarfs

Málsnúmer 201701031

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 9. janúar 2017, undir heitinu Frístundakort Fljótsdalshéraðs. Þar er bent á að íþróttir og tómstundastarf sé forvörn til framtíðar og "ætti að vera opið öllum börnum óháð tekjum foreldra og forsjármanna eða búsetu".

Vísað er til afgreiðlu erindis nr. 201612083 á þessum fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að samningur um rekstur Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður ógreyttur fyrir árið 2017. Jafnframt verði unnið að lengri tíma samningi við golfklúbbinn, með nýrri stjórn klúbbsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga

Málsnúmer 201701032

Fyrir liggur tölvupóstur og gögn dagsettur 9. janúar 2017, frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu þar sem óskað er eftir styrk til að klára fjármögnun þriggja ára samstarfsverkefnis með samtökum frá Finnlandi og Svíþjóð og hefur það markmið að útbúa grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2017

Málsnúmer 201701048

Drög að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram til kynningar og umræðu. Málið verður afgreitt á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.