Fyrir liggur bréf dagsett 27. október 2016 frá CF Austur ehf þar sem m.a. kemur fram ósk um að kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að CF Austur kaupi eða taki yfir rekstur Héraðsþreks.
Á fundinn undir þessum lið mættu fulltrúar frá CF Austur og gerðu grein fyrir erindinu.
Fyrir liggur bréf dagsett 27. október 2016 frá CF Austur ehf þar sem m.a. kemur fram ósk um að kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að CF Austur kaupi eða taki yfir rekstur Héraðsþreks. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 9. nóvember 2016.
Eftir ítarlega umræðu var málinu frestað til næsta fundar.
Fyrir liggur bréf dagsett 27. október 2016 frá CF Austur ehf þar sem m.a. kemur fram ósk um að kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að CF Austur kaupi eða taki yfir rekstur Héraðsþreks.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að óska efir ársreikningi CF Austur fyrir síðasta ár og frekari gögnum vegna hugmynda um þjónustu og rekstur Héraðsþreks. Óskað er eftir að fulltrúi CF Austur kynni þessi gögn á næsta fundi nefndarinnar.
Á fundinn undir þessum lið mættu fulltrúar CF Austur, þau Sonja Ólafsdóttir og Stefán Vignisson. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 25. janúar 2017.
Gert var grein fyrir fundi sem starfsmaður og formaður íþrótta- og tómstundanefndar áttu með fulltrúum CFA varðandi samstarf. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gengið verði til samnings við CrossFit Austur um samstarf á milli líkamsræktarstöðvarinnar og Héraðsþreks. Starfsmanni falið að klára málið í samráði við forsvarsaðila Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og CrossFit Austur.
Lögð fram drög samnings á milli líkamsræktarstöðvanna Héraðsþreks og CrossFit Austur um samstarf á milli stöðvanna.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að skref séu tekin í átt að auknu samstarfi líkamsræktarstöðvanna tveggja og leggur til að samningurinn verði samþykktur.
Á fundinn undir þessum lið mættu fulltrúar frá CF Austur og gerðu grein fyrir erindinu.
Málið í vinnslu og frestað til næsta fundar.