Íþrótta- og tómstundanefnd

25. fundur 09. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi máls óskaði formaður eftir því að taka nýtt mál á dagskrá sem er síðasti liður fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201609075

Fyrir liggja gögn er varða verkefnið Heilsueflandi samfélag, sem Landlæknisembættið hefur frumkvæði að. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 6. október 2016.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að Fljótsdalshérað sæki um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag, til Embættis landlæknis. Einnig að skipaður verði þverfaglegur stýrihópur sem sé ábyrgur fyrir framgangi verkefnisins.
Með verkefninu er lögð áhersla á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum samfélagsins. Jafnframt byggir verkefnið á samstarfi stofnana sveitarfélagsins, heilsugæslu, íþróttafélaga og fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Fyrir liggur bréf dagsett 27. október 2016 frá CF Austur ehf þar sem m.a. kemur fram ósk um að kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að CF Austur kaupi eða taki yfir rekstur Héraðsþreks.

Á fundinn undir þessum lið mættu fulltrúar frá CF Austur og gerðu grein fyrir erindinu.

Málið í vinnslu og frestað til næsta fundar.

3.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Á fundi bæjarstjórnar 2. nóvember 2016 var samþykkt að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að stakt gjald í sund verði kr. 800 frá og með næstu áramótum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi

Málsnúmer 201610072

Lögð fram til kynningar niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Auk þess skýrslur sem Edwin Roald vann fyrir starfshópinn um málið.

5.Samstarfssamningur um Unglingalandsmót 2017 á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611052

Fyrir liggur til kynningar drög að samningi um Unglingalandsmót 2017 á Egilsstöðum, milli sveitarfélagsins, UMFÍ og UÍA svo og drög að umsókn og fleiri gögn til Menntamálaráðuneytisins vegna mótsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar samningsdrögunum og umsókninni og leggur til að málið verði afgreitt í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.